Sjálfstæðismenn vilja samþykkja alræði AGS á Íslandi

Það er ekki annað að sjá af þessari yfirlýsingu Birgis Ármannssonar en að Sjálfstæðiflokksmenn séu bara ánægðir með að vera búnir að tapa fjárræði þjóðarinnar til erlendrar stofnunar, stofnunar sem hefur ekkert allt of fallegan feril við nánari skoðun.

Nú stígur AGS hins vegar heldur langt út fyrir valdsvið sitt að mínu mati, nema þá að afsal fjárræðis hafi líka falið í sér afsal sjálfræðis og okkur bara einfaldlega ekki verið sagt frá því?!  Það getur svo sem verið. Þá er það orðið svo að í nánust framtíð munu birtast svona "saklausar" fréttir af athugasemdum AGS sem eru þá í raun tilskipanir en ekki athugasemdir. Við stingum upp á einhverju, þeir ákvarða um hvað má gera og hvað á að gera.  Birgir er hér augljóslega mjög ánægður með inngrip AGS inn í stjórnarfrumvarpið. Var hann, sem og aðrir Sjálfstæðismenn, kannski meðvitaður um valdfærsluna til AGS allan tímann?

Þannig er það þegar að maður missir sjálfræði sitt til þriðja aðila. Þá einfaldlega ráðum okkur sjálf ekki lengur.


mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Alltaf jafn mikil gleði og hressleiki hérna

Ómar Ingi, 13.2.2009 kl. 15:40

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Um leið og bankarnir hrundu þá hvarf okkar efnahagslega sjálfstæði og það kemur ekki aftur fyrr en við eum búin að greiða hverja krónu til baka sem AGS og vinaþjóðir okkar eru að lána okkur. Það ættu allir hugsandi menn og konur að gera sér ljóst.

Arinbjörn Kúld, 13.2.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Efnahagslegt sjálfstæði fellur þegar lánadrottnar eru búnir að ná taki á þær: Fjarhagslega sterkir og geta lokað á þig öllum lánalínum. Það sannast í hruni.

Efnahagslegt sjálfstæði fellur þegar skuldunautur er búinn að nátaki á þér.  Skuldunautur með [leynda varasjóð] fær of mikið lánað hjá hlutfallslega veikum lándrottni.  Hann segir stefndu mér eða taktu eiturbréfin mín, borgar aldrei í reiðufé : kaupir fyrir það gjaldeyri á spottprís. Það sannast í hruni. 

Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 18:58

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Júlíus, mikið til í því. Vantar kannski bara í uptalninguna þína svona til einföldunar að efnahagslegt sjálfræði tapast líka þegar að ráðamenn og regluverk verja ekki borgarana þrátt fyrir að fyrir slíku hafi verið lög.

Ómar, ég er hamingjusamur og oft hress. Það er hins vegar ekki sértækur tilgangur skrifa minna hérna að allt sé voða hresst. Það verður þó vonandi einn daginn, svona þegar að við búum orðið í því samfélagi sem ég tel að flest okkur vilji. Samfélagi þar sem ríkir jöfnuður og gagnsæi. Samfélagi þar sem er ekki bara horft í hina áttina og "verið hress" á sama tíma og verið er að ræna þig með einkavinaæðingu, spillingu og meðvirkni. Rappið er voða hresst oft, en það varð til í upphafi (eða afar snemma í sögu þess) sem vettvangur pólitískrar ádeilu. Ég ætla mér að geta sagt börnunum mínum eftir 20 ár þegar að markmiðinu er náð og þau spyrja hvað hafi eiginlega gerst þarna 2008-2012 að ég hafi verið að berjast fyrir bættu samfélagi. En sumir álíta greinilega að maður eigi bara að vera hress. Ég er sammála því að það eigi að vera með, en ekki þannig að það komi í veg fyrir að við tökum þátt í samfélaginu.

Baldvin Jónsson, 13.2.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Vantar kannski bara í uptalninguna þína svona til einföldunar að efnahagslegt sjálfræði tapast líka þegar að ráðamenn og regluverk verja ekki borgarana þrátt fyrir að fyrir slíku hafi verið lög.

Ég er alltaf að blogga um hvað Stjórnvöld græða á því að halda stærstum hluta kjóenda í skuldfjötrum, segjum kynslóðum saman. Víkingurinn deyr. Útkoman verður sauður. 

Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr Júlíus - langvarandi doði drepur alla baráttu. Núna er hins vegar stór hluti lýðsins vaknaður mörgum til mikils ama.

Baldvin Jónsson, 13.2.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjáum til 17. júní 2009. Hver vill vera skyldur stjórnmálamanni?

Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband