Hér sjáum við skýrt birtingarform þeirra viðskiptahátta sem viðhafðir hafa verið undanfarin ár

Virði félags er orðið í fáum tilfellum metið út frá framleiðni þess og tekjum heldur spila fjölmargir þættir inn í að auki sem hægt er að föndra við til þess að auka virði félagsins.

Ég trúi því að ein stærstu mistök sem að viðstkiptalífið hefur gert undanfarna áratugi hafi verið gerð þegar að forstjórar fóru að fá stærstan hluta launa sinna greiddan fyrir að auka virði félags í stað þess að auka hagkvæmni og framleiðni þess. Þar með hófst af fullum krafti framleiðsla "gervi"peninga.

Hvað vakir hér fyrir meirihluta eigandanum Teymi gagnvart Tali er erfitt að segja til um, en virðist vera alveg ljóst að það er ekki hagur Tals sem þeir hafa að leiðarljósi.

Getur verið að Teymi þéni meira á því að það gangi illa hjá Tal?


mbl.is „Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðskiptasiðferði hér á landi er ekki upp á marga fiska. En er það eitthvað skrýtið þegar stjórnmálaflokkar sem stjórna þessu "lýðræði" eru allir til sölu, sjá:

http://leynithjonustan.com/2009/02/12/stjornmalaflokkar-til-solu

Rósa (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þess má geta að hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafa enn skilað ársskýrslu fyrir 2007. Eru þar einhverjar „óþægilegar“ upplýsingar sem hugsanlega tengjast mútum?

Málssvarar þessara flokka einkum Framsóknarflokksins töldu ekki þörf á að setja opinberar reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Undirritaður lenti í ritdeilu við gjaldkera Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu varðandi þetta mál.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband