Drepum þá alla - látum Guð skera úr um sekt þeirra
10.2.2009 | 12:03
"Kill'em all - Let God sort'em out" var eitt af þeim slagorðum sem bandarísku fallhlífarsveitirnar notuðu fyrir nokkrum áratugum. Í dag í hernaði er svipuð hugmynd þegar beitt er klasasprengjum - þar sem að á hræðilegan máta allt er sprengt í tætlur á tilteknu svæði án hugsunar um hverjir nákvæmlega verði fyrir.
Af hverju er ég að bulla þetta? Jú, vegna þess að þessi bull yfirlýsing Forseta Íslands minnir mig óþægilega mikið á slíkan hernað. Hvaða endemis rugl er þetta Ólafur Ragnar Grímsson? Af hverju ertu að varpa slíkum bombum algerlega að tilhæfulausu?
Kaupthing banki í Þýskalandi er EKKI íslenskur banki heldur þýskt útibú Kaupþings og heyrir undir þýska tryggingasjóðinn. Það er alveg nægjanlega hrikalegt almennings álit heimsins á okkur núna þó að þú takir ekki upp á því að sprengja það endanlega í tætlur - og þá að virðist án þess að velta því mikið fyrir þér á hverjum það bitnar.
Kæri Ólafur Ragnar, vinsamlega kynntu þér bankamálin hérna ítarlega áður en þú byrjar að básúna þína pólitísku afstöðu erlendis. Við megum ekki við meiri skemmdum á mannorði þjóðarinnar.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 358732
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Hættu þessu helvítis væli. Þessi fréttasnápur hefur sennilega fengið vel borgað fyrir að snúa útúr fyrir Óla og svo koma svona íhaldshýenur eins þú, kasta sér yfir ófögnuðinn, éta allt hrátt og hrauna yfir forseta þjóðarinnar.
Skammastín.
Jon Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:36
Takk fyrir innlitið Jón Helgi. Mæli með því að þú kynnir þér skrif mín frekar áður en þú ferð að kasta dómi á persónu mína.
Lifðu heill.
Baldvin Jónsson, 10.2.2009 kl. 13:41
Annars var mér bent á að það komi víst fram á þessari síðu hér: http://www.kaupthingedge.de/service/einlagensicherung að íslenski tryggingasjóðurinn tryggi víst innistæður hjá Kaupthing í Þýskalandi.
Sel það ekki dýrara en ég keypti þar sem ég skil ekki nánast neitt í þýsku.
Baldvin Jónsson, 10.2.2009 kl. 13:42
Eins og kom fram í hádeginu, þá er um að ræða mistúlkun á ummælum ÓRG. Einhvern vegin finnst mér þetta lykta af áróðursstríði einhverra sem telja sig eiga harma að hefna við þann mann. Við skulum ekki taka undir þann söng, hann er ekki rétt raddaður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 14:08
Jú, ég einmitt las eitthvað afðessu sem þú hefur verið að skrifa og einmitt þá ákvað ég að guða á bloggið hjáðér.
Tökum til dæmis færsluna ummann Dabba hérna hjáðér. Þar útlistarðu í sjötíuogþriggja sentímetra dálki brotabrot af afglapaferli Davíðs Oddsonar. Bara það sem hann hefur verið að rotinborast með EFTIR að hann tók við bankanum.
Listinn er þannig úr garði gerður að venjulegt fólk fær flog af bræði umþaðbil 50 sentímetra inníann. En þú... Þú klykkir út með setningu sem í geðshræringarstigi minnir á replikku úr Manni og Konu: "Eins og ég segi, dæmi nú hver fyrir sig en væri maðurinn yfirmaður yfir rekstri sem að ég ætti persónulega væri ég fyrir lifandis löngu búinn að segja honum upp."
Svo lít ég á greinina hér... Morð og klasabombur.
Ég lít aftur á dabbadregilinn.... "Eins og ég segi, dæmi nú hver fyrir sig en... bla bla bla"
Og þá ákvað ég með mér "fokkmaður.... þessum gaur teks aldeilis misvel til þeð skammirnar."
Þannig að... Ennogaftur: hættu þessu væli. Eftir því sem ég kemmst næst þá get ég dæmt "persónu þína" út frá skrifunum hérna. Nema þetta sé bara alltsaman bara bull.
Jón Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:35
Á www.kaupthing.de er að skilja að inneignartrygging viðskiptavina bankans sé í íslenskum höndum og að inneignir upp að Euro 20.887 ,00 séu tryggðar af íslenskum aðilum.
Mér skilst að í útibúum erlendra banka starfandi í EU séu inneignir tryggðar í heimalandi útibúsins en ekki í því landi sem útibúið starfar í og inneignir í dótturfyrirtækjum erlendra banka séu tryggðar af tryggingarsjóði þess lands sem dótturfyrirtækið er skráð í.
Sé Kaupthing í Þýskalandi útibú Kaupþings á Íslandi er þá ekki íslenski inneignatryggingasjóðurinn ábyrgur ?
Er ég kannski bara að rugla?
Agla (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:46
Skil þá ekki Jón Helgi hvernig þú getur komist að þeirri staðreynd að ég sé a) íhaldshýena og b) að væla?
Veit ekki hvað íhaldshýena er - en ég er að minnsta kosti ekki hrææata.
Væll fyrir mér a.m.k. er þegar fólk kvartar og kvartar og gerir ekkert sér til sjálfbjargar. Ég heyri ekki undir þann flokk, hef eitt stærstum hluta þess tíma sem ég hef haft aflögu undanfarna mánuði í að berjast fyrir tilveru minni og minna.
En endilega haltu áfram að koma. Alltaf gott að fá gagnrýni. Afstaða mín gagnvart Davíð er hins vegar orðin sú að afglapa ferill hans er gríðarlegur og óskiljanlegt að hann segi ekki af sér. Við ættum hins vegar að hætta að fókusera á hann sem persónu (það gefur honum bara einfaldlega of mikið vægi og blæs upp egó'ið hjá honum) og fjalla um seðlabankastjóra almennt. Davíð sjálfur hefði fyrir löngu látið slíkt hraðak, sem hann sjálfur hefur verið við stjórnina þarna, fjúka.
En segi enn sem fyrr, að sjálfsögðu á hver að dæma fyrir sig.
Baldvin Jónsson, 10.2.2009 kl. 14:54
Hólmfríður, sé það rétt að orð hans hafi verið tekin úr samhengi þá mun það væntanlega koma í ljós. Líklegra finnst mér að hann sé bara ekki vel að sér í alþjóðasamskiptum og skilji ekki hvernig þjóðir heimsins túlka orðalag á mismunandi máta.
Með það í huga á hann að sjálfsögðu að halda sig algerlega á mottunni bara og fara að huga að því að brosa bara til fólks hérna heima heldur.
Baldvin Jónsson, 10.2.2009 kl. 14:58
ok oK OK! Íhaldshýena var kannski yfir strikið, það poppaði bara upp þegar ég las dabbagreinina og blandaði því við lýsinguna á sjálfum þér. Orðið var svo fjári gott að ég varð að prófa það.
Ég hef aldrei skilið að einhver skilgreindi sig opinberlega sem hægrimann. Viðkomandi hlyti að vera annaðhvort illmenni eða fáviti. Taktu hvaða sjálfstæðismann sem er....
Árni... Ekki eins mikið illmenni og spillingarkóngurinn hann pabbi hanns; Matti Matt, en alger fáviti.
Pétur Blöndal.. hann er illmenni, hann minnir soldið á Römmsfelt; geriði einsog ég segi, annars deyjið þið kvalafullum dauðdaga! Ég meinaða, hefurðu hlustað á fíflið í þingstól?
Gulli... Við vorum saman í menntó. Ég sagði við kunningja minn þegar hann varð ráðherra: "þessum gaur hefði aldrei verið treyst fyrir bekkjarsjóðnum", kunningi minn sagði mér að halda mér saman. Hann baðst afsökunar um daginn. Salig blanda af illmenni og fávita: "Jamm! Flott! best bara að loka heilu helvítis sjúkrahúsi án þess að tala við nokkurn mann. Best að taka þetta í Hafnarfirði... þeir er bara með einhverjar kellingadeildir."
Svo er það Björn. Illmenni með fasistaívafi einsog pabbi sinn sem sigaði hundum og hvííðum á þriðjung þjóðarinnar utan við alþingi 1949. Veistu... kvöldin tvö hér um daginn þegar allt sauð uppúr utan við alþingi og stjórnin var að falla. þá tímdi Björn ekki að fara heim, heldur eyddi hann nóttunum í að riksa um ganga þinghússins, senda út fyrirskipanir og leika herfornigja.
Og svo Davíð. Veistu, einu sinni var ég á götu í Osló, þegar kom til mín nágranni minn frá Írak og tilkynnti mér að við værum komnir í stríð. Það var umþaðbil þá sem Dabbi breyttist úr favita í illmenni.
Gummi frændi minn... hann er fáviti. Pabbans kaus altaf sjálfstæðisflokkinn og þessvegna er allt annað en xD vanvirðing við familíuna.
Ég nenni ekki að telja meira upp, en gæti svo sem haldið áfram allan daginn. En hvað í ósköpunum fær þig til að skilgreina þig sem hægri mann? Er þér illa við börnin í landinu? Gamalmenni? Sjúklinga? Fátæklinga? Ertu á einhverjum spillingarspena? Elskarðu golf og heldur að þú þurfir að vera hægrimaður til að kaupa tí úppí korpu? Eða hefurðu bara aldrei haft nennu til að spyrja þig alvarlega að því hvað það þýðir að vera hægrimaður hérna uppá íslandi?
Ef eitthvað land þarf ekki á hægristefnu að halda, þá er það Ísland. Hér er nóg handa öllum, sama hvort þeir vilja vera skósmiðir, eða eyða æfinni íað spila kánterstræk. Eða... VAR allavegana nóg þangað til Sjálfstæðisflokkurinn og aðrar íhaldshýenur (betra svona?) veðsetti fiskinn í sjónum, gaf RíóTintó of félögum allt rafmagnið okkar og stakk af til jómfrúareyja með þá aura sem þó höfðu safnast hér fyrir í tímana rás.
adjö að sinni
Jón Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:15
Af hverju er Jón Helgi svona reiður út í þig Baldvin ?
Hjalti Tómasson, 10.2.2009 kl. 16:44
Eigi hafði hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins
Jón Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:47
Sannleikurinn er sá Jón Helgi að því eldri sem ég verð því lengra færist ég til sósíal demókrata.
Hægri skilgreiningin á þó við mig í ýmsu eins og til dæmis því að vera almennt á móti sérhagsmunum ákveðinna hópa, að vilja hag rekstraraðila sem mestan (tengist því þó að þá hafi fólkið það betra), að vilja almennt frekar lægri skatta og minni ríkisafskipti.
Akkúrat núna er ég þó ansi langt til vinstri og er það afleiðing þeirra tíma sem nú standa yfir. Akkúrat núna er nákvæmlega ekkert réttlæti í öðru en að þeir sem högnuðust mest á góðærinu greiði einnig mest fyrir afleiðingarnar af því. Hár hátekjuskattur og endurupptaka eignaskatts eru til dæmis góð stjórntæki í þá áttina.
Baldvin Jónsson, 10.2.2009 kl. 16:48
"því eldri sem ég verð því lengra færist ég til sósíal demókrata"
Þetta áttu sameginlegt með nánast öllum kunningjum mínum sem lögðu úr hlaði sem sjálfstæðismenn.
Jón Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.