Að greiða ekki erlendar skuldir ríkisins vegna ábyrgða er stærsta réttlætismál heimilanna!
2.2.2009 | 23:57
Nú er talið að skuldirnar sem að muni leggjast á ríkissjóð vegna erlendra ábyrgða, jöklabréfa og hvað má til telja, séu að minnsta kosti rúmir ellefu þúsund milljarðar. 11.000.000.000.000!!!
Verg landsframleiðsla fyrir árið 2009 mun vafalaust ekki ná þúsund milljörðum. Af VLF má gefa sér að kannski að hámarki 5% gæti farið í að greiða erlendar kröfur eða um 50 milljarðar. Til að gera langa sögu stutta að þá er þetta einfaldlega afar einfalt reikningsdæmi.
Það er engin hætta á því að við getum nokkurn tímann greitt þessar skuldbindingar. Engar líkur á því!!
Svíar fengu á sig um það bil eina verga landsframleiðslu í bankahruninu sem var hjá þeim fyrir um 15 árum síðan og eru enn að greiða það til baka. Hvað ætli taki okkur langan tíma að greiða ellefu þúsund milljarða til baka með vöxtum með að hámarki fimmtíu milljörðum til greiðslu á ári?
Svarið við spurningunni er að það tekst aldrei! Ef við gætum samið um að greiða það aftur vaxtalaust til kröfuhafa að þá væri það mögulegt en tæki þó 220 ár svona um það bil.
Er ekki rétt að fara bara að horfast í augu við þann veruleika að við erum EKKI að fara að greiða þessar skuldir til baka?
Frumvörp um stöðu heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 358590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Það hefur verið sagt að skuldirnar séu 2.300 milljarðar til 3 þúsund milljarðar! Hvaðan hefurðu þær upplýsingar að þær séu 11 þúsund milljarðar?
Helga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:11
Fékk þessar upplýsingar í kvöld - skilst að þær eigi að koma í fréttum á morgun.
Séu skuldirnar "aðeins" 3.000 milljarðar breytir það samt litlu. Við munum samt ekki geta greitt þær nema vaxtalaust eða nánast vaxtalaust til baka og þá á afar löngum tíma.
Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 00:20
3.000 milljarðar er 10 milljónir á hvern einstakling og tvöfalt meira ef aðeins er deilt á þá sem eru á vinnumarkaði.
Sammála þér að þjóðin ræður ekki við að borga 3.000 milljarða og ég segi að þjóðin á ekki að borga þá vegna þess að þetta eru ekki hennar skuldir.
Það verður athyglisvert að heyra 11.000 milljarða "skuldina" staðfesta.
Helga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:29
Úff ég er kominn með bullandi hausverk af að lesa öll þessi núll , og lagstur í hundrað ára þunglyndi .
Hörður B Hjartarson, 3.2.2009 kl. 00:32
3.000 milljarðar eru nefnilega ekki "bara" 3.000 milljarðar í hefðbundnum skilningi.
3.000 milljarðar á sanngjörnum vöxtum, segjum 3% eru þá 90 milljarðar í bara vexti fyrsta árið á sama tíma og við getum væntanlega ekki borgað nema um 50 milljarða.
Það er mögulega gerlegt að greiða með miklum skattahækkunum og mjög aukinni byrði á heimilin, en hversu margir munu þá ekki flytja bara úr landi?
Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 00:35
Ertu að segja að "skuldir" + vextir séu 11.000 milljarðar?
Það verður aldrei hægt að skattleggja íslensk heimili fyrir þessum upphæðum sem Bretar með hjálp Evrópusambandsins og þau síðan bæði með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa neytt upp á íslensku þjóðina. Milljóna manna samfélag eins og Bretland gæti hugsanlega greitt þessa upphæð en ekki 300.000 manna samfélag.
En vonandi verður sagt sannleikurinn á morgun. Það var borin von að fyrrverandi ríkisstjórn segðu okkur sannleikann en ég vona að sú nýja tali við okkur.
Helga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:51
Þessir 11.000 milljarðar eru nánast allar erlendar skuldir bankana á síðasta ári samkvæmt seðlabanka íslands. Það skyldi þó aldrei vera að við yrðum látin greiða þær allar. Ekki að furða að engin svör hafi fengist. Engin furða að GHH hafi sagt: Guð hjálpi Íslandi. Verði það raunin þá er ég farin í vor. Guð hjálpi okkur öllum!
Arinbjörn Kúld, 3.2.2009 kl. 00:55
Baldvin og Arinbjörn, ég er hætt að skilja! Bankarnir voru einkabankar. Ef ríkisreknu bankarnir voru ekki látnir taka skuldir einkabankana yfir, þá skil ég ekki hvernig skuldir einkabanka eru á ábyrgð þjóðarinnar.
Ítreka að þjóðinni verði sagður sannleikurinn umbúðalaust og án tafar!
Helga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 01:07
Helga, ríkið skuldar ábyrgðirnar sem teknar voru yfir og ýmislegt meira, t.d. Jöklabréfin. Jöklabréfin voru gefin út af Seðlabanka Íslands og erlendi gjaldeyririnn síðan lánaður áfram til bankanna hér heima sem nú augljóslega geta ekki greitt þá skuld aftur.
En nei, ég var ekki hér að ofan að segja að þessir 11 þúsund milljarðar væri áætlun með vöxtum. Það er bara talan sem mér var borin í kvöld. En eins og ég segi að þá væru 3 þúsund milljarðar alveg næg upphæð til þess að við ættum ekki að reyna að greiða hana. Það einfaldlega gengur bara ekki upp.
Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 01:17
Takk, Baldvin. Ekki fleiri athugasemdir í bili. Ég er orðlaus!
Helga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 01:22
11.000.000.000.000 er ekki endanleg upphæð því eignir bankanna koma inn í þessa tölu. Hreinar opinberar þjófnaðartölur Ríkisskattstjóraembættisins eru 20.000.000.000.000 og síðan má draga frá verðlausar eignir bankanna frá þessarri tölu. Nota Bene: það var staðan við árslok 2007! Hér má bæta við Icesave þjófnaðinum og sukk árið 2008. Þvílíkir loftbólumæringar sem stóðu að þessarri skuldasöfnun. Þeir eiga skilið orðu í rassinn fyrir frammistöðuna. Íslensku bankarnir keppa við Enron um fyrsta sætið í blekkingarrekstri.
Það er alltaf möguleikinn á að lýsa sig gjaldþrota, þar sem enginn fær neitt, eða semja við lánadrottna um 5% endurgreiðslu í stað einskins. Það hafa allir tapað á þessu sorglega ævintýri. Hvað er verið að draga þetta á langinn? Af hverju er ekki gengið frá þessu sem fyrst? Töluglöggir menn eru löngu búnir að sjá fyrir endann á þessu. Skuldin er há á höfðatölu, en einungis smáupphæð á alþjóðavísu.
nicejerk (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:49
Takk Sjálfstæðisflokkur fyrir að setja mig í skuldaklafa til æviloka og bönin mín og alla mína niðja. Já takk kærlega Sjálfstæðisflokkur fyrir ekki neitt. Þetta ómerkilega frjálshyggulið er búið að rústa landinu okkar og orðspori þess, það er þess vegna með ólíkindum að enn skuli fjórðungur þjóðarinnar styðja þennan flokk. Ef við skuldum 11.000 miljarða er nokkuð ljóst að við getum ekki borgað það, en því miður þá lét seðlabankastjóri þau orð falla að trixið væri að við ætluðum ekki að borga né standa við alþjóðlega skuldbindingar okkar. Þetta eyðilagði orðspor þjóðarinnar og gerði það að verkum að við getum ekki samið okkur frá þessu með góðu móti. Maðurinn sem á heiðurinn af því að búa þetta til hefur með myndlíkingu stungið stórum ríting í hjarta þjóðarinnar. Burt með hann úr Seðlabankanum.
Valsól (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:25
Helga, já bankarnir voru einkafyrirtæki og því óskiljanlegt eða illskiljanlegt að ríkið, við, skulum vera neydd til að taka þessar skuldir á okkur. Þetta er í reynd brot á EES samningum því ríkisábyrgð má EKKI vera á skuldbindingum einkafyrirtækja skv. honum. Samt er verið að neyða okkur til þess af Evrópusambandinu og vinaþjóðum t.d. norðurlöndum. Hvort sem það eru 3.000 milljarðar eða 11.000 milljarðar eða ekki þá er verið að neyða okkur til að borga þetta. Heyrst hefur að ástæðan sé sú að fjármálakerfi Evrópu hrynur ef við borgum þetta ekki því þá fylgja fleiri í kjölfarið en okkur kemur það bara ekkert við er það ekki? Verið er að setja fordæmi líklega en menn virðast ekki skilja að 315 þúsund manns geta ekki staðið undir þessum ósköpum. En upplýsingar er af afar skornum skammti og það er t.d. ekki búið að semja um Icesafe og Egde skuldirnar ef ég skil rétt. Þannig að þetta er alls ekki búið.
Arinbjörn Kúld, 3.2.2009 kl. 11:26
hvað sagði Davíð og engin vildi hlusta á eða mark á taka?
Fannar frá Rifi, 3.2.2009 kl. 11:28
Þetta eru svo stórar tölur, olían á Drekasvæðinu er t.d. sögð vera virði 100 trilljóna, það er svona stór tala: 100.000.000.000.000 kr. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 11:43
Já Bofs, en mögulegar olíutekjur eftir um 25-50 ár hjálpa okkur afskaplega lítið hér og nú. Það eru líka ætlaðar tekjur byggðar á í raun draumi, þar sem í fyrsta lagi olían er EKKI fundin og í öðru lagi veit enginn hvert raunmagnið er. Þetta eru allt spár. Þirðji óvissuþátturinn er síðan hvort að olía verði ennþá þetta mikilvægur orkugjafi loksins þegar að við mögulega komum henni á markað.
Davíð hefur sagt ýmislegt Fannar, undanfarið aðallega hluti sem hafa skaðað okkur stórkostlega. Að bregðast ekki við orðum Davíðs fyrir rúmu ári síðan skrifast síðan alfarið á Sjálfstæðisflokkinn líka.
Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 15:20
Baldvin, þetta er ekki rétt tala.
Jöklabréf eru Seðlabanka Íslands og ríkissjóði óviðkomandi. Það eru bréf sem erlendir skuldarar gáfu út í íslenskri krónu, t.d. Toyota og Evrópski þróunarbankinn. Sjá t.d. Vísindavefinn.
Sjá nýjustu bloggfærslu mína um þetta efni, sem m.a. er byggð á fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 3.2.2009 kl. 22:11
Ég gleðst innilega Vilhjálmur reynist þessar tölur rangar. Heimildarmaðurinn sem ég hitti í gærkvöldi lagði þetta fram og sagði þetta samantekt á öllum þeim tölum sem að hefðu komið fram í málinu hingað til. Skýrslan hins vegar sem að þú vísar til tekur til dæmis ekki með AGS lánið og samhangandi lán sem komu og munu koma á næstu vikum og mánuðum.
Skil hins vegar ekki hvernig Jöklabréfin eru ekki á endanum okkar hausverkur í gegnum gengishrunið sem sölu þeirra mun fylgja?Það hefur verið áætlað af AGS að gengið muni falla um u.þ.b. 40% til viðbótar og að gengið muni síðar líklega aftur ná fyrri styrk, og þá áttu þeir við það gengi u.þ.b. sem krónan stendur í núna. Jöklabréfin sjálf eru ekki okkar skuldir en afleiðinga þeirra mun gæta kröftuglega í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert.
Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 23:22
Ég leiðrétti það hér með að skýrslan sem Vilhjálmur vísar til tiltekur líka AGS lánapakkann, en aðeins það sem komið er og þar sem að enn hefur engu af því verið eytt (þ.e.a.s. um áramótin a.m.k.) tiltaka þeir líka sömu upphæð sem eign á móti láninu. Það er að sjálfsögðu nokkur einföldun en um áramótin var það þó rét staða, þar sem að t.d. vextir voru ekki farnir að myndast á lánið.
Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 23:26
Það er rétt hjá þér Baldvin að erlendir fjárfestar sitja inni með krónur sem þeir vilja selja sem fyrst, og það hefur áhrif til veikingar krónu nema sérstaklega sé samið við þá til að binda þá í löngum bréfum eða nota AGS lán til að kaupa af þeim krónur.
Annars er AGS lánið ekki nettóskuld, við eigum það inni á reikningi í Federal Reserve Bank of New York þangað til það verður notað, ef það verður þá notað.
Það eru margir sem rugla saman heildarlántöku og nettóskuldastöðu. Sjá nánar á blogginu mínu.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 3.2.2009 kl. 23:29
Nei skil það Vilhjálmur, enda segi ég hér í aths. 19 að þannig sé staðan um áramótin. Eign á móti skuld.
Í útópíunni er það síðan auðvitað þannig að lánið verði ekki snert, það virðist hins vegar heldur ólíklegt miðað við horfurnar í dag.
En takk fyrir innlitið hér og pistlana þína Vilhjálmur, þeir eru þægileg jarðtenging í allri óvissunni þessa dagana.
Baldvin Jónsson, 4.2.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.