Getur það að greiða hratt út atvinnuleysisbætur flokkast undir það að ganga vel?

Það finnst mér ekki. Að sjálfsögðu gott að búa í samfélagi þar sem að enn er hægt að styðja við þá sem hafa misst atvinnuna, en það getur seint flokkast undir góðan gang, eða svo ég vitni beint í Karl Sigurðsson forstöðumann vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar: "...útborgunin gekk vonum framar."

Undarlega til orða tekið - en það búa náttúrulega allir í sínum veruleika og þarna skín í gegn ánægja Karls og starfsfólks hans yfir hvað vel gekk þrátt fyrir aukinn fjölda á skrá.

En hversu lengi verður hægt að taka við - hvað er um djúpan sjóð að ræða í atvinnuleysistryggingum?

Þetta vekur enn og aftur upp þörfina á því að ræða það hvað skal gera fyrir fólk sem er á milli starfa? Nú þegar að líklegt er að fjölmargir muni þurfa að bíða lengi eftir nýjum starfa er þá ekki mál sem er þörf á að fara í af hraði að greiða leið þessa fólks í alls kyns möguleika á endurmenntun?

Hvetja fólk til þess að sitja námskeið - sækja í nám - frumgreinadeildir háskólanna eða setjast aftur á skólabekk og klára námið sem sat á hakanum?  Nú er um að gera að hvetja fólk sterklega til þess að gera eitthvað - atvinnuleysi breytir manni hratt í andlegan vesaling - og þar tala ég af fenginni reynslu.

En aðeins í lokin út í aðra sálma - hvers vegna er myndin með þessari frétt af erlendri mynt?


mbl.is Gekk vonum framar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er endalaust hægt að snúa út úr Baldvin, en ef þú ert með þokkalega greindarvísitölu þá ættir þú nú að skilja hvað átt er við

Kjarri (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Kjarri, enda segi ég hér fyrir ofan: "Undarlega til orða tekið - en það búa náttúrulega allir í sínum veruleika og þarna skín í gegn ánægja Karls og starfsfólks hans yfir hvað vel gekk þrátt fyrir aukinn fjölda á skrá.:

Lastu kannski bara fyrirsögnina?

Baldvin Jónsson, 2.2.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband