Norsk króna - góð hugmynd! En hafa Norðmenn einhversstaðar gefið jákvætt svar á þær hugleiðingar?

Eina sem ég man eftir að hafi heyrst frá Norðmönnum varðandi þetta mál var að einhverjir þingmenn þar sögðu í viðtali að það kæmi aldrei til greina.

Hefur eitthvað breyst?

Hvernig væri að fá það skýrt fram - gæti sparað okkur verulega vinnu við aðildarviðræður hjá ESB.


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef horft á debatt í noregi rétt eftir hrunið og þar komu fram fjármálaráðherra , forsætisráherra og fleiri flokksforystumenn þingflokkana í noregi og .. þeir voru einmitt að ræða þetta atriði.. gæti ísland tekið upp norsku krónuna !  Þeir voru alls ekki fráhverfir hugmyndinni en vildu samt að ísland mundi samt borga sínar skuldir..

Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

mér finnst ótrúlegt að Steingrímur segi eitthvað á þessa leið án þess að vera búin að athuga málið nánar...ég veit að hann á mjög gott "samband" við norska embættismenn...

Aldís Gunnarsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Norðmenn eru pottþéttir í peningamálum, við ættum að vera undir handleiðslu þeirra og einnig taka upp norska króna ef þeir vilja

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert svo hress alltaf Baddi er gaman ?

Ómar Ingi, 30.1.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Offari

Norska krónan er stöðugri en Evran. Ég trúi ekki að Steingrímur sé að bjóða okkur eitthvað sem stenst ekki rétt fyrir kosningar.

Offari, 30.1.2009 kl. 23:18

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

smá leiðrétting hér Offari.. norska krónan hefur nefnilega fallið um 26 % gagnvart evru á undanförnum 3 mánuðum.. það er vegna olíuverðslækkana... en norska krónan er tengd olíu en ekki gulli.

Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 23:23

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

samnorræn mynt.. það yrði auðvitað bara króna :)

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 00:09

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ætli það þurfi ekki ró í stjórnarbúskapinn áður en norðmenn vilja ganga til liðs.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:42

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Tek undir þá skoðun að ósennilegt er að Steingrímur sé að fara með fleipur eins og hver annar lýðskrumari. Ef það reynist rangt hjá mér mun honum hefnast fyrir það. Við getum ekki haft íslenska krónu og fáum ekki evru nema við sækjum um hana og munum sjálfsagt ekki gera það. Ef við sækjum um evru fæst hún ekki fyrr en eftir mörg ár. Því er það ekki slæmur kostur að halla sér upp að olíukrónunni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.2.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband