Icesave málið á án nokkurs vafa að fara fyrir dómstóla - en vandinn er....

... mest í því fólginn að komast að því hvaða dómstólar ættu að taka málið fyrir?

Við samþykkjum ekki að þetta fari fyrir breskra dómstóla og þeir án vafa munu ekki una niðurstöðum íslenskra dómstóla. Þá er vafamál hvort að Evrópudómstóllinn taki svona mál fyrir og hvort að hann hafi þá eitthvað úrskurðar vald í málinu yfir höfuð.

Hugmyndin um að setja saman óháðan dómstól samsettan dómurum frá öllum Evrópulöndunum hefur líka verið reifuð, en enn er engin búin að svara spurningunni án vafa.

Best væri að sjálfsögðu að reka málið í Frakklandi þar sem að þegar hefur verið ályktað um svipað mál að þessi lög um tryggingar á innistæðum eigi ekki við þegar um algert hrun á fjármálamarkaði er að ræða eins og raun ber vitni. En að sjálfsögðu er afar ólíklegt að Bretar myndu samþykkja að reka málið þar.

Það er þó ekki um það að ræða að við séum að fara fram á að bera enga ábyrgð, en mér finnst það sanngjörn krafa að ábyrgjast ekki meira en dómur kveður á um. Hvers vegna að dæma okkur til þess að bera hámarks ábyrgð á öllum reikningum þegar að fjölmargir þeirra báru mun lægri innistæður en hámarks ábyrgðin kveður á um?

Við eigum að sjálfsögðu að sækja hart að fá hlutlausan dómstól til þess að úrskurða um öll þessi vafaatriði.

Minni að lokum á kosningu nafns á hreyfinguna á http:lydveldisbyltingin.is

 


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög einfalt Baddi. Evrópudómstóllinn dæmir ekki í málefnum sem snýr að ágreiningi á milli EB-ríkis og EFTA-ríkis. Evrópudómstóllinn hefur hreinlega ekki lögsögu sem snýr að öðrum ríkjum en EB-ríkjunum sjálfum.

Hinsvegar er það Alþjóðardómstóllinn sem gæti tekið málið fyrir og dæmt það. En það er bundið þeim skilyrðum að þeir lögaðilar, Ísland og Bretland í þessu tilfelli, sé samþykkir því að málið verði lagt fyrir Alþjóðadómsstólinn.

... þetta er nú ekki flóknara.

Þetta snýst einfaldlega um vilja forsvarsmanna Íslands og Bretlands.

En það virðist vera einhver tendens hjá ráðamönnum að þvæla þessi mál út og suður.

kv, GHs

GHs (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband