Er ekki hægt að gefa Davíð bara starfsleyfi?

Það skiptir líklega litlu máli hvort að Davíð Oddsson er í vinnu eða ekki. Eftirlaunalögin sem að hann meðal annarra kom á veita honum svo ríkulegar mánaðargreiðslur að það skiptir ekki launalega máli fyrir þjóðina hvort að hann er í vinnu eða ekki.

Það virðist hins vegar mæla margt með því fjárhagslega fyrir þjóðina að í Seðlabankann verði ráðinn nú þegar í topp stöðuna einhver sem að hefur mikla fagþekkingu á málum og mikla reynslu af stjórnun fjármálamarkaða.

Er þetta ekki möguleg lausn?


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það má líka færa hann til í starfi í bankanum. td Ræstingar.

hilmar jónsson, 29.1.2009 kl. 00:15

2 identicon

Þú biður ekki um lítið, Baldvin!

Berglind (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:51

3 identicon

Baldvin, ert þú sá eini á Íslandi sem veist ekki að Davíð þiggur ekki þessar eftirlaunagrreiðslur og fær þær þar af leiðandi ekki.  Slepptu því að bulla svona, kynntu þér málin áður. 

Örn Johnson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:57

4 identicon

Kvað er verið að tala um smáaura meðan Davíð situr erum við sem Íslendingar ekki með neitt traust  út ávið Þó að það kosti okkur að losna við hann skiptir það ekki höfuð máli. Ef Davíð er með bein í nefinu þá ætti hann að sjá sóma sinn í því að víkja og afsala sér einhverjum ofureftirlaunagreiðslum þær verða að hverfa með nýja Íslandi. Ég skora á Davíð og hina bankastjórana að fara úr Seðlabankanum byltingin stendur þeir eru næstir út. Ef þeir fara ekki þá verða þeir bornir út.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 02:15

5 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Góður hann Ögmundur styður sitt lið og Davíð sinn

Guðrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 08:25

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Örn Johnson, þakka þér fyrir innlitið. Alltaf gaman að fá heimsókn frá fólki sem er rökfast og yfirvegað. En eigum við samt ekki að bíða og sjá og láta reyna á það fyrst hvort að hann muni þiggja eftirlaunagreiðslurnar eður ei? Reynslan af Davíð sem öðrum pólitíkusum er sú að það er ekki alltaf "alveg" að marka yfirlýsingar þeirra eða túlkun þeirra sjálfra á þeim. Sjáum hvað gerist þegar að Davíð fer á eftirlaun. Kannski breytist hljóðið í honum þá.

Annars eru möguleg eftirlaun Davíðs ekki undirstaða þessara skrifa minna, heldur vangaveltan um hvort að sé ekki eðlilegt að koma sérfræðingi í starfið hið fyrsta.

Hvað ætli það kosti þjóðina núna daglega að hafa Davíð í þessum stól?

Baldvin Jónsson, 29.1.2009 kl. 09:05

7 identicon

Það þarf bara að láta hann fara, sama hvaða löglegu aðferðafræði þarf.

Varðandi það að hann sitji í skjóli Ögmundar, þá vil ég minna á frumavarp um seðlabankann, þingskjal 1054, en þar eru breytingar gerðar á ráðningu seðlabankastjóri og það gert miklu erfiðara að reka seðlabankastjóra. Flytjandi frumvarpsins á Alþingi var forsætisráðherra Davíð Oddsson.

Auðvitað hefur Davíð réttindi eins og allir opinberir starfsmenn, en manni sýnist að þarna séu réttindin töluvert meiri en hjá öðrum.

Gústaf (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband