Ályktun fundar ýmissa grasrótarhreyfinga
25.1.2009 | 22:16
Ályktunin sem send var fjölmiðlum seinni partinn í dag er svo hljóðandi:
Ályktun fundar ýmissa grasrótarhreyfinga í dag:
Á glæsilegum fundi talsmanna fjölmargra grasrótarhreyfinga um
lýðræðisumbætur var samþykkt að tengja saman grasrótina og mynda
samstöðu breiðfylkingar með það meginmarkmið að koma á nauðsynlegum
breytingum og umbótum á íslensku samfélagi. Breytingum sem ekki verður
undan vikist að gera í kjölfar efnahagshruns þjóðarinnar, allt frá
bráðaaðgerðum til varnar heimilum og atvinnulífi til endurreisnar
lýðræðis á Íslandi. Fundurinn samþykkti að vinna að framboði
grasrótarhreyfinga við næstu kosningar
Ég ítreka enn og aftur, allir þeir sem áhuga hafa á aðkomu að endurreisn lýðræðisins í samfélaginu geta haft áhrif í gegnum hugmyndavinnu vefinn okkar http://lydveldisbyltingin.is
Unnið að framboði grasrótarhreyfinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Glæsilegt, ég bara átta mig ekki alveg á því hvernig þessi vefur virkar. En það kemur.
Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 22:21
Gott mál. Mig langar að koma að einu málefni í viðbót, sem hefur með peningakerfið að gera. Það þýðir svo lítið að tala um "frelsi" og "lýðræði" þegar peningakerfið fær að leika lausum hala eins og það hefur gert í Bandaríkjunum síðan 1913.
Væri gaman að heyra í þér með það Baldvin.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 25.1.2009 kl. 22:29
Það er margt sem þarf að skoða Jónína Sólborg, en ég tel að það verði að einbeita vinnunni fyrst og fremst að undirstoðunum því að það er þaðan sem valdið kristallast.
En ef þú vilt velta þessu meira fyrir þér endilega sendu mér línu á baddiblue@gmail.com
Baldvin Jónsson, 25.1.2009 kl. 22:59
Skondið
Ómar Ingi, 25.1.2009 kl. 23:05
Væri ekki nær að reyna sig í stjórnmálaafli sem þegar er til staðar. Frekar en að stofna nýjan flokk sem endar annaðhvort eins og Íslandshreyfingin sem er bara til í dag vegna styrksins eða Frjálslyndiflokkurinn sem enginn veit af hverju er til. Nú leita öll framboð "gömlu" flokkana að nýju fólki á sína lista, breytið frekar kerfinu innanfrá en að vera stanslaust að stofna nýja flokka sem aldrei ná neinum árangri.
Kári Sölmundarson, 25.1.2009 kl. 23:20
Kári: alveg eins og maður berst ekki við áfengisfíkn með áfengi þá berst maður ekki við klíkuskap með því að ganga í klíku. Þetta tiltekna afl mundi eyðast sjálft að loknu ætlunarverkinu - að breyta kerfinu þannig að það sé sem réttlátast fyrir alla, ekki bara elítuna.
Ekki afskrifa þetta alveg strax... þetta er ekki týpískt óánægjuframboð.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 25.1.2009 kl. 23:37
Jónína: Mið illu skal illt út reka? Eða bara stundum?
Hetjan (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 23:58
....
Sigurður Bogi Sævarsson spyr á bloggi sínu um þessa frétt:
Hverjar eru þessar grasrótarhreyfingarnar og hvaða einstaklingar standa að baki þeim. Hverjar eru í einni setningu sagt þær breytingar og umbætur sem þær vilja ná fram. Stendur til að bjóða fram í öllum kjördæmum, hver er í forsvari og þannig gæti ég áfram haldið.
Og fleiri spyrja líka.
101 (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:08
Þetta var nú ansi loðin fréttatilkynning hjá ykkur. Bæði myndrænt og eins segir hún ekkert. t.d.
Og eru þessi félög eða hópar sammála um önnur atrið en sagt er fyrir þarna. T.d. ESB aðild, nýjan gjaldmiðil eða ekki, lán frá IMF, kvótamál, styrki til bænda og svo framvegis?
Annars verður gaman að fylgjast með. Fylgist aðeins með síðunni ykkar og magar góðar hugmyndir en þær stangast líka margar á.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2009 kl. 00:30
Stjórnleysi í a.m.k. 5 ár...
Lesið þingsályktunartillögu sem Vinstri Græn lögðu fram í upphafi þings 2005:
“(5. mál á 132. löggjafarþingi, þskj. 5.)
Með hliðsjón af mikilvægi þess að:
a. verðbólga náist sem fyrst niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans,
b. stöðugleiki haldist á vinnumarkaði og kaupmáttur launa verði varðveittur,
c. sjálfbær þróun verði leiðarljós í orku- og atvinnumálum og þróun þjóðlífsins almennt,
d. tryggja útflutnings- og samkeppnisgreinum viðunandi starfsskilyrði,
e. bæta skilyrði til nýsköpunar í atvinnulífinu og til uppbyggingar sprotafyrirtækja,
f. draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun,
g. viðhalda stöðugleika í fjármálakerfinu og halda aftur af skuldasöfnun heimilanna,
h. jafnvægi náist á nýjan leik í þjóðarbúskapnum almennt,
ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að grípa til eftirfarandi aðgerða:
1. Gefa út formlega yfirlýsingu um að hvorki verði af hálfu opinberra aðila stuðlað að né veitt leyfi fyrir frekari stórvirkjunum né uppbyggingu meiri orkufrekrar stóriðju en þegar er í byggingu, a.m.k. til ársloka 2012. Áhersla verði þess í stað lögð á fjölbreytta smáa og meðalstóra iðnaðarkosti af viðráðanlegri stærð fyrir hagkerfið og aðstæður viðkomandi byggðarlaga.
2. Beina þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að hugað verði vandlega að áhættumati í bankakerfinu, svo sem hvað varðar áhrif af snöggri gengislækkun krónunnar eða lækkun fasteignaverðs. Markmiðið verði að hraður vöxtur útlána að undanförnu skapi ekki hættu fyrir efnahagslífið og farið verði yfir eiginfjárlágmörk og áhættugrunn fjármálastofnana í því ljósi.
3. Beina þeim tilmælum til Seðlabanka Íslands að íhuga vandlega að beita aukinni bindiskyldu hjá innlánsstofnunum, a.m.k. tímabundið, til að draga úr þenslu á peningamarkaði og huga að öðrum aðgerðum sem stutt geta viðleitni stjórnvalda til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.
4. Yfirfara aðferðir við mælingar á þróun verðlags og athuga sérstaklega hvernig vænlegast sé að meta húsnæðiskostnað í vísitölu neysluverðs.
5. Tryggja aðhald í ríkisfjármálum og slá á þenslu með því að leggja fyrir Alþingi nú í haust árið 2005 tillögur um að falla frá eða fresta eftir atvikum a.m.k. hluta þeirra almennu skattalækkana sem lögfestar voru fram í tímann í desember 2004. Í staðinn komi aðgerðir til að bæta stöðu tekjulægstu hópa samfélagsins og barnafjölskyldna.
6. Efna til víðtæks samstarfs við aðila vinnumarkaðarins, samtök bænda, neytenda, öryrkja, og aldraðra, og aðra þá aðila sem efni standa til um aðgerðir þessar og þátttöku í að tryggja á nýjan leik efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.
Reynir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 02:42
"Væri ekki nær að reyna sig í stjórnmálaafli sem þegar er til staðar. Frekar en að stofna nýjan flokk" spyr Kári.
Nei. Þarna er verið að reyna að ná til þess fólks sem hefur fengið nóg af gömlu flokkunum. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að breyta neinu gegnum þessa flokka og nú eru þeir rúnir trausti. Það mun taka þá langan tíma að vinna það til baka og þeir munu þurfa að sýna með afgerandi hætti að þeir hafi raunverulegan vilja til breytinga.
Haraldur Rafn Ingvason, 26.1.2009 kl. 09:03
Ef það er svona gaman að stofna ný framboð, þá vil ég benda áhugasömum um að lesa kosningalöggjöfina og komst að því að til þess að fá mann á þing þarf í það minnsta kjördæmakjörinn mann og 5% atkvæða. Einnig er þarft lesefni lög um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru að beiðni Samfylkingar, til að koma í veg fyrir klofningsframboð frá þeim.
Gangi ykkur vel ;-)
Kári Sölmundarson, 26.1.2009 kl. 09:55
hvaða breytingar á stjórnarskránni?
að breyta eða semja nýja stjórnarskrá er margra ára verk ef vel á til að takast. ekki nema að um sé að ræða pólitískar reykbombur til að ná hylli kjósenda og þruma svo einhverju sem líklegt er til vinsælda í stjórnarskránna en mun valda glundroða í framtíðinni.
Fannar frá Rifi, 26.1.2009 kl. 11:12
Magnús Helgi, þakka þér fyrir spurningarnar. Framboðið mun ekki taka afstöðu til annarra málefna en þeirra sem við teljum brýnast að ráðast strax í að breyta eins og að endurheimta lýðræðið frá því alræðisvaldi sem nú ríkir og endurreisn löggjafans með m.a. skilyrðum um að ráðherrar megi ekki vera þingmenn og að setja hámark á þann tíma sem þeir mega gegna ráðherra embætti. Hafa líka verið reifaðar slíkar hugmyndir um æðstu embættismenn. Endurheimt lýðræðisins mætti koma fljótast á með því að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um öll mál sé eitthvað ákveðið lágmarks hlutfall þjóðarinnar sem krefst þess. Þá teljum við afar mikilvægt að flokksræðið hverfi og að það að taka upp persónukjör sé lausnin á því.
Kári, 5% reglan er að mér skilst einungis um úthlutun jöfnunarsæta. Þú kemst ekki í þann pott nema að hafa náð a.m.k. 5%. Er það ekki þannig sem þú skýrðir það Fannar?
Fannar, að breyta getur tekið afar hratt af - allt annað er hluti gamallar hugsunar. Það má kjósa tvisvar sinnum um stjórnarskrá og til alþingis á 2 mánuðum þess vegna.
Það er megininntak þessa framboðs, við ætlum ekki að sitja á þingi við völd. Við viljum bara koma nógu mörgum aðilum inn til þess að geta komið á þessum breytingum. Um leið og það tekst eða staðfastlega tekst ekki munum við leggja okkur niður.
Eftir það geta vonandi allir sem vilja komið sér og sínum hugðarefnum á framfæri í nýju opnu kerfi.
Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 11:53
Fannar frá Rifi það er margra ára verk að breyta stjórnaskránni ef nefnd á vegum sjálfstæðisflokksins á að gera það.
Stjórnarskráin er nokkrar blaðsíður. Það liggur fyrir breið samstaða um það hvaða breytingar þarf að gera og það tekur ekki langan tíma ef menn einhenda sér í það.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 11:57
semsagt. það á bara að troða einhverju og einhverju inn sem líklegt er til vinsælda? ég var ekki að tala um kosningar Baldvin. ég var að tala um efnið sem þú vilt að sett verði nýtt inn.
Fannar frá Rifi, 26.1.2009 kl. 12:00
Fannar, hvers vegna telurðu að það þarfnist langrar yfirlegu að koma á þeim breytingum sem um er talað?
Þetta eru örlitlar viðbætur og þær njóta almennrar hylli, það er rétt hjá þér. Mér heyrast meira að segja nokkuð margir Sjálfstæðismenn hafa opinberlega tekið undir það að það sé örugglega góð hugmynd að koma ráðherrum út af þingi.
Stærsti hlutinn af því sem að við höfum nefnt eru viðbætur við stjórnarskrá. Það þarf jú að bæta því þar inn einmitt til þess að valdaklíkur geti ekki auðveldlega breytt því til baka á einfaldan máta með lagasetningu. Þar vegur þyngst krafan um að þjóðin geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er algerlega ótækt að þjóðin geti ekki krafist þess að fá umboð sitt aftur frá ríkjandi stjórn, telji þjóðin að stjórnin hafi brugðist sér algerlega.
Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 12:21
að rimpa af einhverjum breytingum því að þær hljóma vel í eyrum í dag geta leitt til algjörs hruns þegar á lýður.
ef það er bara ein breyting og það bara þessi þá þarf ekki meira en að breyta lögum.
lög og stjórnarskrárbinding um þjóðaratkvæðagreiðslu þarf lengri tíma en tvo mánuði. eða hvað á bara að troða öllu inn í stjórnarskránna bara að því bara? viltu virkilega að stjórnarskránni og breytingar á henni verði notuð í henti sem fyrir hverjar kosningar? þínar tillögur um að rumpa af breytingum munu leiða til þess.
horfðu lengra fram á veginn. hugmyndirnar eru góðar en að keyra þær í gegn á útrásarvíkingahraða mun ekki boða neitt gott.
Fannar frá Rifi, 26.1.2009 kl. 12:34
Það væri nóg að koma á mikilvægustu breytingum á stjórnarskrá (hver sem þau kunna að vera). Búa síðan til farveg fyrir frekari breytingar. T.d. stjórnlagaþing til að setja saman stjórnarskrá sem yrði þjóðarinnar frá grunni. Frumsamda stjórnarskrá, ef svo má segja, með hliðsjón af því sem best hefur verið gert.
Umbótastjórn með nákvæmlega tiltekin og útfærð verkefni er draumurinn. Gömlu flokkarnir munu aldrei breyta því valdakerfi sem þeir hafa búið til og búið um sig í. Ekki ótilneyddir. Þegar af þeirri ástæðu er framboð af þessu tagi þjóðþrifamál.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:51
Fannar, ég hef gott álit á þér en tel þig þarna vera blindaðan af umræðu Sjálfstæðismanna í gegnum árin. Ef ekki á að treysta lýðnum í lýðræði, hvað er þá eftir?
Það er ekki hægt að rumpa þessu af eins og þú veist mætavel. Þetta krefst þess að kosið verði um það og þar með er málið sett í hendur þjóðarinnar. Er það ekki eðlilegasti kosturinn?
Með þessu tel ég einmitt horft afar langt fram á veginn. Það er ekki verið að minnka með þessu rétt fólksins, það er verið að auka hann og það hljóta nú að teljast góðar fréttir í því alræði sem við nú búum við.
Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 14:13
nei. það verður að vera hreint, klárt og vel yfirfarnar hugmyndir. yfir farnar af okkar helstu fræðimönnum í lögfræði. ekki skrifað í eldmóði og stundarhita augnarbliksins til þess að veiða atkvæði fyrir eitthvað framboð.
Stjórnarskráin er heilög og breytingar á henni eiga ekki að vera eitthvað vinsældar atkvæða veiðar.
Fannar frá Rifi, 26.1.2009 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.