Ég var þarna - sá ekki EINN einasta stein fljúga

Það flaug þarna mikið af eggjum og snjóboltum og piparúðun frá lögreglunni brást fólkið við með því að hella AB mjólk á þá til baka (líklega hollari en skyr eða hvað?) en ég sá ekki einn einasta stein fljúga.

Málið er alveg nógu erfitt viðfangs í þessum samskiptum þó að lögreglustjóri espi ekki þennan skrílshluta mótmælanna meira upp en orðið er, með því að ljúga upp á þau.

En já, ég segi skrílshluta því að þessi hópur sem varð eftir í gærkvöldi og fram á nótt og hafði sig sem mest í frammi var greinilega ekki að berjast fyrir bættu lýðræði og auknu réttlæti. Þetta var hluti þess hóps sem er einfaldlega að nýta sér ástandið til þess að fá útrás fyrir einhverjar annarlegar hvatir, vanlíðan og sjúkleika.

Í guðanna bænum skráið ykkur bara í sálgæslu og líkamsrækt. Þið eruð ALLS EKKI að hjálpa okkur með þessari framkomu. Það eru allt of miklir hagsmunir undir til þess að athyglin farið ítrekað bara á bruna jólatrjáa og óþarfa ögranir og ógnanir gagnvart lögreglu.

Ég hef reynt að horfa í hina áttina af því að þessi hópur hefur verið afar fámennur, en að grýta lögreglu við störf með gangstéttarhellum, eins og virðist hafa gerst í nótt, er bara einfaldlega algerlega ólíðandi og eiga að liggja við því ströng viðurlög.


mbl.is Brugðust við grjótkasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir þetta Matthías, þetta er hins vegar ekki mynd frá umræddum aðgerðum í Alþingisgarðinum, heldur frá því í gærkvöldi geri ég ráð fyrir. Ég fordæmi þá hegðun sem átti sér stað seint í gærkvöldi og í nótt, fordæmi hana fullkomlega. Þessi framkoma eyðileggur allt sem við erum búin að vinna að á örfáum andartökum ef áfram heldur. Þetta er ólíðandi.

Þetta er hins vegar ekki þar sem gerðist í garði Alþingishússins og ég fordæmi yfirlýsingar um slíkt sömuleiðis. Lögreglustjóri veit alveg sem er, að við það að halda fram slíkum lygum er hann að æsa þennan reiða hluta hópsins, sem mætir á öll mótmæli að því er virðist fyrst og fremst til þess að fá útrás fyrir reiði sína gagnvart valdinu. Hver veit nema að þessar yfirlýsingar hafi einmitt ýtt þessu geðtæpa fólki (krökkum) yfirlínuna síðan í gærkvöldi? Ekki ég, ég veit bara sem er að báðir aðilar máls verða að hafa stjórn á hegðun sinni. Ofbeldi lögreglunnar í Alþingisgarðinum var mjög mjög ámælisvert og algerlega án tilhæfis. Um leið og fólk hafði verið fært frá húsinu og rúðum (sem þeir segjast hafa verið að verja) var nákvæmlega engin ástæða til þess að leggja áfram slíka ofuráherslu á það að rýma garðinn. Það var engin hætta af því að leyfa fólki að vera þar áfram trommandi og kallandi.

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 09:12

3 Smámynd: Neddi

Ég tek undir þetta með þér Baldvin. Svona læti skaða bara og gefur yfirvöldum afsökun fyrir því að hundsa réttmætar kröfur okkar hinna.

Neddi, 22.1.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband