Það er enn von - nú er bara að samþykkja líka ályktun um neyðarstjórn og stjórnlagaþing

Samfylkingarfélag Reykjavíkur tel ég nokkuð víst hafa sterk áhrif á ályktanir annarra Samfó félaga á landinu, ég tel ólíklegt að þau muni í meirihluti álykta gegn þessari niðurstöðu og því sé næsta víst að stjórnin sé fallin!!  Stórglæsilegt - áfangasigur án nokkurs vafa.

Nú er bara að ganga skrefinu lengra blessaða Samfó fólk og samþykkja ályktun um að stjórnin eigi að stíga frá ekki seinna en strax og fela hæfum sérfræðingum, teymi innledra og erlendra sérfræðinga helst, stjórn landsins meðan að stjórnlagaþing endurskoðar stjórnarskránna á met tíma.

Lýðræðið skal endurheimt núna - það er nú eða aldrei!!  Gleðilega hátíð.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ef Samfylkingin tekur þá ákvörðun að slíta stjórnarsambandi þá eru þeir á meiri og verri villigötum en maður hélt. Núna þurfa stjórnarflokkarnir að standa saman og ná sátt við almenning m.a. með því að taka ákvörðun um að reka yfirmann FME, Davíð þarf að víkja, MUN betri upplýsingar og aðgengi að upplýsingum til almennings og ekki væri verra ef svona 1-2 ráðherrar stæðu upp af sínum stólum..    EN stjórnarslit og kosningar núna .. NEI, það væri til hins verra!!!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég er alveg sammála því að stjórnin á að fara frá. Krafan um kosningar strax finnst mér hins vegar ekki raunhæf, það eru mörg brýn verkefni sem þarf að leysa á næstu vikum og mánuðum og þau verða ekki leyst á meðan kosningabarátta stendur yfir. Það þarf þjóðstjórn næstu mánuði og svo kosningar næsta vetur, ekki kosningar strax. það er engin þörf á því.

Aðalsteinn Bjarnason, 22.1.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stjórnin er búin á því.. Geir er ekki lengur við völd nema til málamynda.. 

innan sólarhrings verður tilkynnt stjórnarslit.  

Óskar Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er ekkert gagn af stjórnarslitum ef við fáum sömu Samfylkingarráðherrana með nýjum fylgdarliði. 

Ég er hlyntur því að sett verði á fót neyðarstjórn. Hún getur verið þjóðstjórn, en innan hennar þurfa líka að vera einstaklingar sem ekki eru á þingi. Samhliða stofnun neyðarstjórnarinnar verði kallað saman (kosið?) stjórnlagaþing sem á að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá og nýja stjórnskipan. Hlutverk neyðarstjórnarinnar verður að taka yfir endurreisn hagkerfisins með öllum tiltækum ráðum. Alþingi verði áfram starfandi og heldur sínu striki, en jafnframt verði boðað til þingkosninga sem fari fram í vor. Tilgangur hins nýja þings verði fyrst og fremst að fara yfir lagasafnið, áhættugreina það, kostnaðargreina, finna veilur í því og leggja fram frumvörp til breytingar með það að markmiði að gera lagaumhverfið manneskjulegra og koma á siðbót í íslensku samfélagi. Hlutverk þess verði jafnframt að breyta lögum í samræmi við niðurstöður stjórnlagaþingsins, en ljóst er að margar breytingar þarf að gera. Þetta þing sitji í takmarkaðan tíma 12-18 mánuði. Þá verði boðað aftur til kosninga í samræmi við nýja stjórnskipan. Neyðarstjórnin sitji fram að þessum seinni kosningum, en eftir þær verði mynduð ríkisstjórn í samræmi við nýja stjórnskipan.

Baldvin, ég sá að það var góð mæting hjá ykkur í kvöld og mér lýst vel á skjalið hans Egils.

Marinó G. Njálsson, 22.1.2009 kl. 00:27

5 Smámynd: Ómar Ingi

Óskar er ekki sólahringur síðan þú byrjaðir að lofa þessu

Ómar Ingi, 22.1.2009 kl. 08:45

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha kanntu ekki á klukku Ómar.. ég á nokkra klst eftir :)

en í rauninni þá er stjórnin dauð.. það á bara eftir að syngja útfararsöngin 

Óskar Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband