Er mögulegt að ráðamenn hafi loksins vaknað upp við raunveruleika stöðunnar? Þingfrestun = Stjórnarslit?

Það er smá vonarglæta í brjósti mínu gagnvart því að mögulega hafi þingheimur í gær gert sér loks grein fyrir alvarleika málsins. 70% þjóðarinnar er á móti þessari ríkisstjórn og mörg okkar sýndu það í verki í gær. En sú von nær því miður ekki til Geirs Haarde, Þorgarðar Katrínar, Árna Matt o.s.frv. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokks virðast upp til hópa fastir í þykkri skel afneitunar.

Nú er svo komið að við höfum ákveðið að mótmælin munu standa áfram þangað til að ríkisstjórnin slítur samstarfi sínu og boðar til kosninga.

Þó að þingfundi sé frestað er um að gera að sýna þeim áfram að okkur er fúlasta alvara - við látum ekki misbjóða okkur lengur. Endilega komið öll í bæinn, höldum gleðinni áfram. Gleðinni sem er fólgin í að finna samstöðuna og samkenndina með náunganum.


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ekki á meðan það er möguleiki fyrir hendi að koma sjálfstæðisflokknum á ESB línum. það er að segja af hálfu samfylkingarinnar.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Baldvin það verður einhvernvegin að stemma niður ólátabelgina sem eru að grýta saklaust fólk á vergangi með eggjum og hörðu brauði, þó ég viti ekkert hvernig egi að fara að því. Það sem ég sá í sjónvarpinu rétt áðan fékk mig til að pæla í því hvurn djöfulinn er maður að styðja niður bæ núna, sína skoðun á að fá stjórnina burt annarsvegar eða að samþykkja það að verið er að meiða saklaust  fólk viljandi hinsvegar, síðan kemur þessi sami lýður fram með tárin í augunum og segist ekkert hafa verið að gera. Sem sannur skáti skil ég ekki þessa framkomu, öll erum við fólk þó að við séum ekki sammála.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Sammála utanþingstjórninni og hana inn strax,

Stefán Óli Sæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband