Það verður að frysta allt og rannsaka gömlu bankana í hvelli!!

Þessi samantekt af "grunsemdum" fer nú að verða ansi skelfileg.

Í mjög fljótu bragði eru strax 4 atriði sem mér detta í hug sem verður að fara ítarlega í í einum grænum hvelli. Það má ekki bíða þar til að búið er að fela allt.

1. Að lána erlend lán til viðskiptavina og taka á sama tíma stöðu gegn krónunni.
    Hér er meira að segja líklegt að þeir hafi í raun lánað sínar íslensku krónur og að þeir hafi því líka
    grætt yfir 200% á gengismuninum, það er að segja á meðan að þeir áttu lánin og fólk borgaði.
    Þetta verður að rannsaka ítarlega - sé mælanlegt fylgi með stöðutökunni er hér mögulegt saknæmi.

2. Millibankalán með skuldabréfaútgáfu á Íslandi til þess að búa sér til eigið fé. Það virkar ca. þannig að  
    stór banki A selur litlum banka B (t.d. VBS, SPRON, Icebank o.s.frv.) kannski 10 Ma. skuldabréf. Litli
    bankinn tekur 10 Ma. króna lán hjá Seðlabankanum og leggur skuldabréfið á móti sem veð. Síðan
    notar litli bankinn þá peninga til þess að greiða stóra bankanum upphaflega skuldabréfið og stóri
    bankinn er nú kominn með 10 Ma. í reiðufé til reksturs, fjárfesting, útlána eða hvers annars sem er.
    Þannig má segja að fjármálafyrirtækin hafi með einhversskonar hringamyndun byggt kerfi þar sem
    að Seðlabankinn útvegaði þeim stóran hluta þess reiðufés sem þeir þau þörfnuðust.

3. Gríðarleg skuldabréfaútgáfa og millifærsla á fé frá Bretlandi dagana fyrir hrun.
    Líklega í kringum 100 Ma. sem að Kaupþing sem dæmi er grunað um að hafa komið út úr Bretlandi á
    reikninga í bankaparadís einhversstaðar. (Í raun ekkert skrítið að Bretar brugðust svo harkalega við).

4. Og núna þegar allt hrynur koma skyndilega þessir stóru fjárfestar (lesist fjárglæframenn) með fé, sem
    enginn virðist vita hvaðan kemur eða geta gert grein fyrir, og kaupa það sem þeir rústuðu hérna - en
    nú á brunaútsölu.

Hvað þarf mikið til þess að þessir menn séu hundeltir og rannsakaðir?


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf sem sagt byltingu.

Doddi D (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 03:07

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Var komin með lausn á heimsvandanum       ennnnnnnnn það fór ekki inn, svo ég gefst upp. þoli ekki þegar þetta gerist...........

Sigurveig Eysteins, 21.1.2009 kl. 05:44

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ohh Sigurveig, ekki lítið sem við þörfnuðumst þess

En ég mæli með að afrita textann áður en þú velur send. Ég er farinn að gera það yfirleitt einmitt vegna þess að þetta kerfi er svo mistækt að maður veit aldrei hvort að textinn rati inn eður ei í fyrstu tilraun.

Baldvin Jónsson, 21.1.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband