Verða gefnar út um 14.000 handtökuskipanir á Höfuðborgarsvæðinu?

Þetta eru skelfilegar fréttir, þetta er líklega nærri 6% íbúa Árnessýslu sem þarna eru valdboðaðir til fjárnáms. Handtökuskipun hljómar að sjálfsögðu illa, en er um það að ræða engu að síður þegar að lögreglan má svipta þig frelsinu til þess að færa þig til Sýslumanns. Um 6% íbúa Hbsv væri nálægt 14.000 manns. Það sjá allir að það væri engin glóra.

Ég óska FORMLEGA eftir stefnu stjórnvalda, það getur varla verið að það sé stefna þeirra að bankarnir eignist á endanum allar eignir okkar er það?

Eða er þetta bara hluti af einkavinavæðingar ferlinu sem kemur næst??


mbl.is Hátt í 400 handtökuskipanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það á ekki að taka neinum vettlingatökum á fórnarlömbum mafíósanna sem eyðilögðu Ísland. En þeir fá að sleppa með að hvítþvo 2.500.000.000 á Jómfrúreyjum og annars staðar - og koma svo í fjölmiðlum súrir yfir að vera kallaðir "glæframenn".

Ég segi bara eins og er: Hvað er að á þessu helvítis fokking fokk - skítalandi?

Þór Jóhannesson, 20.1.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef spurt mig að: Hverjir eignast eignirnar sem fólk ræður ekki við að borga? Svarið er greinilega á næsta leyti. Og það lítur út fyrir að það verði það versta sem manni datt í hug sem verður uppi á teningnum.

Á ég að segja það einu sinni enn... ég held að við losnum ekki nema kalla eftir hjálp alþjóðasamfélagsins. En hlustar einhver á okkur þar? Hvað er þá eftir? Bylting, áhlaup, yfirtaka... borgarastyrjöld? Nei, ég skal hætta þessari svartsýni en ég verð að viðurkenna það að ég er langt frá því að bjartsýn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:55

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessar aðgerðir Ólafs Helga eru hlægilegar þegar þær eru bornar saman við hvernig strjúka þeim sem hafa sett landið á hausinn með hárunum - þá á enginn að sæta ábyrgð eða vera dreginn  eitt né neitt nema þá helst í Kastljósið.

Sigurjón Þórðarson, 20.1.2009 kl. 09:18

4 identicon

Ég held við fólk ætti að róa sig aðeins. Heldur einhver virkilega að mál þessa fólks tengist falli bankanna? Þeir einstaklingar sem þarna um ræðir hljóta að hafa verið komnir með allt niður um sig löngu áður en bankarnir hrundu. Þetta ferli tekur mun lengri tíma en svo. Og hvað haldi þið að muni gerast ef ekki er tekið á svona málum? Og eiga allir að sleppa við að borga reikningana sína bara af því að einhverjir auðmenn sleppa billega? 

Hlynur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:23

5 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Nákvæmlega það væri gaman að sjá STEFNU eða STEFNULEYSI stjórnvalda

Unnur Arna Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:41

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hlynur, ég legg hér fram spurningu - engin sérstök læti held ég. Það verður hins vegar ansi flókið ferli ef að héðan af á að fara að greina nákvæmlega hvers vegna fólk er komið í vandræði. Nú þarf einfaldlega jafnt yfir alla að ganga.

Baldvin Jónsson, 20.1.2009 kl. 09:44

7 Smámynd: Ómar Ingi

Sammála því að jafnt eigi að ganga yfir alla en er maðurinn ekki bara að vinna vinnuna sína ?

Hann sagði nú að fólk gæti nú alveg fengið að koma sjálft uppá stöð þannig að það þyrfti nú ekki að frelsisvipta einn né neinn.

Ómar Ingi, 20.1.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mér hefur verið bent á að þetta teljist seint "formlegur" vettvangur beiðna til stjórnvalda :)

Verð líklega að finna aðrar leiðir, eða bara búa til eitthvað nýtt með ykkur.

http://lydveldisbyltingin.is

Baldvin Jónsson, 20.1.2009 kl. 10:02

9 identicon

Hvaða vitleysa er þetta í ykkur. Eiga lög ekki lengur að gilda í landinu.  Það eina sem þetta fólk þurfti að gera var að MÆTA í þessa boðun. Þetta hefur ekkert að gera með hvort Ísland er á hausnum eða ekki.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:39

10 identicon

Ég lenti einu sinni í sýslumanninum í Reykjavík. 

Þá var RÚV að innheimta mig um gjöld fyrir sjónvarpsnotkun vegna þess að ég hafði búið í íbúð sem mér láðist að taka nafnið mitt af bjöllunni áður en ég flutti.

 Ég útskýrði þetta fyrir sýslumanni, og hann hlustaði ekki á mín rök.  Samkvæmt lögum um sýslumannsembætti, eiga þau að kanna hvað er á bak við kröfur sem þeim er falið að innheimta.  En, sýslumaðurinn fól mér að sýna fram á að RÚV færi með rangt mál, þannig að hann varpaði sönnunarbyrðinni yfir á mig.  

Ég kvartaði undan þessu við Sýslumann, hann sagði mér að þessi lög væru ekki til.  Það var ekki fyrr en ég benti sýslumanni (eða fulltrúa hans) á lagabókstafinn sem hann er skyldugur til að fara eftir(Lög nr. 90/1989 - Lög um aðför), þá viðurkenndi hann að jú hann kannaðist reyndar við þetta en embættið hefði ekki tíma til að sinna þessu smáræði vegna tíma- og mann-eklu.

Sýslumannsembætti landsins virðast sem sagt vera innheimtustofnun fyrirtækja landsins.  Þau sinna sinni vinnu með hag fyrirtækjanna að leiðarljósi, en hundsa almennan rétt borgaranna.

Er mark takandi á þessum embættum yfirhöfuð? og ef þau hafa ekki tíma til að sinna lagalegum skyldum sínum, eigum við þá frekar að gera það?

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:58

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Skilja menn ekert??

Skilja menn ekki að hér er Ólafur að þjóna lund sinni á KERFINU ekki þeim sem væru þolendur!!!!!

Ólafur hefur orð á sér fyrir að vera nækvæmur í skoðun á kröfum.  Dæmi eru um, að hann hafi sent menntil baka með kröfur, vegna þess,að kostnaður sem sagðu r var á hverja kröfu, var fullur ferðakostnaður´til Ísafjarðar en ekki niðurdeilt á fjölda krafna.

ÞVagleggsmálið er annað dæmi sem notað var til að benda á brotalamir í reglum og lagafyrirmælum.

Nú hefur ráðuneytið fallið í gildru Ólafs og verða nú að  skilgreina hvernig aðfaragerðir skulu gerðar og hvernig fullnusta á aðfarir.

Menn verða að skilja sjentilmenni á borð við Ólaf.

Hann er cool og algerlega fullnuma í öllum þeim lögum sem um hans embætti varða.

mibbó

Bjarni Kjartansson, 20.1.2009 kl. 13:04

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það vill enginn vera fyrstur í aftökuröðinni.

Haukur Nikulásson, 20.1.2009 kl. 15:31

13 identicon

Mibbó:  Það er gott og vel að kunna skil á lögum, og sjálfsagt gera það flestir sýslumenn.  En þar sem skilur á milli feigs og ófeigs er að þora að segja við sinn yfirboðara "Ég þarf einnig að fylgja lögum eins og þeir sem ég ætla að dæma". 

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:36

14 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Var að blogga um þessa fáránlegu aðför að sárasaklausu fólki hérna Þvagleggur Stónes er örugglega vinsælasti maðurinn í Árnessýslu þótt víða væri leitað. Þetta er svívirða og til háborinnar skammar hjá yfirvöldum !

Nýi Jón Jónsson ehf, 20.1.2009 kl. 16:04

15 Smámynd: Egill Jón Kristjánsson

Þetta er ein hliðin að elta þetta fólk upp eins og hverja aðra glæpamenn. Hitt finnst mér öllu verra þ.e að það fólk sem lendir í gjaldþroti er svipt þeim mannréttindum að bjóða sig fram til þings.  Sá sem er gjaldþrota er ekki kjörgengur til alþingis.Það er kaldhæðni að fólk sem er gjaldþrota vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda, skuli af sömu stjórnvöldum bannað að bjóða sig fram til alþingis.

Með bestu kveðju baldvin

Egill Jón Kristjánsson, 20.1.2009 kl. 16:39

16 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

En samt getur það kosið fólk á þing, priceless !

Nýi Jón Jónsson ehf, 20.1.2009 kl. 16:49

17 Smámynd: Offari

Mér skilst að það séu ekki svona margir sekir.  Ég hef heyrt að höfuðpaurarnir séu sirka 30 og ætli meðspilararnir séu ekki sirka 100. Það væri því tölverður sparnaður í því að fara rétt að málum.

Offari, 20.1.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband