Hvernig fórum við að því að missa United fram úr okkur?

Þetta er ömurlegt, þið getið ekki ímyndað ykkur skætingin sem ég þarf nú að þola frá vinum og vandamönnum. Það er eiginlega alveg hreint ótrúlegt hvað mér hefur tekist að vingast við marga United hauga. Þetta ætti eiginlega héðan í frá að vera ein fyrsta spurningin. Liverpool eða United?

Það er þá hægt að taka þá strax úr minninu í símanum er það ekki?

Úff maður, það er útlit fyrir spennandi keppni fram undan. Líklega þá skemmtilegustu og mest spennandi í áratug fyrir okkur Liverpool menn.


mbl.is Cahill jafnaði og Liverpool ekki á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Haugar er rétta orðið

Ómar Ingi, 19.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta var vinnuslys.. 

Óskar Þorkelsson, 19.1.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Nei, þetta var ekki vinnuslys - þetta var fallegt mark hjá Everton, föst fyrirgjöf og boltinn sneiddur með höfðinu inn!    Maður vonar nú samt það besta fyrir Liverpool, mér finnst stuðningsmennirnir þeirra vera svo "hjartanlegir" í stuðningi sínum!

Ragnar E.

Ragnar Eiríksson, 19.1.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ragnar, og ég sem hélt að við værum orðnir net-vinir??  :)

Baldvin Jónsson, 19.1.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Brattur

... ég hef nú ekki séð Liverpool spila nýlega fyrr en í kvöld... fannst þetta heldur stórkarlalegur fótbolti... er nokkuð viss um að United hefur þetta í vor... þeir egia mikið inni, hafa ekki spilað neitt sérstaklega vel en eru samt í 1.sæti núna...

Brattur, 19.1.2009 kl. 23:52

6 identicon

Svarið við spurningunni er auðvelt: Það er bara hægt að ná ákveðið langt á því að sérhæfa sig í að tapa leikjum.

Hetjan (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:22

7 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Reynsla.

Róbert Þórhallsson, 20.1.2009 kl. 00:29

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Hvernig fórum við að því missa Utd fram úr okkur?Góð spurning,og einfalt svar,Utd er bara miklu betra.

Hjörtur Herbertsson, 20.1.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband