Ég ítreka það að ég er EKKI í framboði til formanns Framsóknarflokksins

Tel bara rétt að hafa þetta opinbert og alveg á hreinu þar sem að vikulega virðast birtast nýjir aðilar í framboði og það jafnvel aðilar sem hafa aldrei komið nálægt flokknum áður.  Whistling

Velti því alvarlega fyrir mér hvort að það væri raunverulega svo að menn þyrftu ekki að vera flokksmenn Framsóknarflokksins til þess að bjóða sig þar fram. Kíkti á heimasíðu Framsóknar og þar kemur skýrt fram í lögum flokksins í grein 2.7 að það sé ekki hægt.

Þar stendur "Enginn getur gegnt trúnaðarstörfum í stofnunum flokksins eða tekið sæti á framboðslista flokksins til alþingiskosninga án þess að vera félagi í Framsóknarflokknum."

Sigmundur hefur þá væntanlega munað að ganga í flokkinn áður en hann gaf yfirlýsinguna.

En hvað líður yfirlýsingu frá Guðmundi Steingrímssyni??


mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ertu alveg viss ?

Ómar Ingi, 14.1.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú hefur alltaf borið hlýhug til Framsóknarflokksins Baldvin Jónsson - ertu e.t.v. leyni framsóknarmaður (nóg er af þeim miðað við fylgið sem flokkurinn hefur, þrátt fyrir ítrekað sukk og svínarí).

Þór Jóhannesson, 15.1.2009 kl. 02:39

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Samkvæmt mínu pólitíska mynni síðastliðin 40 ár , þá hefur framsókn verið nr. 2 í vinaráðningum , sé tekið tillit til stærðar flokka , kratarnir fyrstir , og íhaldið í þriðja vel á eftir framsókn ( miðað við stærð flokkanna ) . Íhaldið líður fyrir það út af stærð flokksins í gegn um árin , hvað þetta varðar . En Baldvin ert þú að fara framm hjá íhaldinu ? Ætlar þú að fara að keppa við súkkulaðidrengina ?

Hörður B Hjartarson, 16.1.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband