Boðar Framfaraflokkurinn framfarir? - Sturla gagnrýnir aðgengi gömlu flokkanna að peningum

Mitt helsta áhyggju efni þessa dagana (fyrir utan augljósar áhyggjur af því að ríkisstjórnin sitji enn eins og blindfullur unglingur við stýrið) er að í öllu því grasrótarstarfi sem nú er í gangi um allan bæ, verði til fjöldi smákónga, lítil sem engin samstaða og þar með lítill sem enginn árangur.

Það er réttur hvers og eins að bjóða fram og berjast fyrir rétti sínum. En á sama tíma er það nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn vonar helst, það er að allir þessir smá hópar fari fram í sitthvoru lagi og éti mest atkvæði hvor frá öðrum.

Það skiptir öllu máli núna að við sem þolum ekki við lengur án breytinga, náum samstöðu og berjumst í einni breiðfylkingu. Sundrung og kóngaleikur núna mun ekki skila neinu nema óbreyttu ástandi.

Sturla nefnir í viðtalinu að hann hafi aðgang að sjóðum þingflokkana til þess að kosta framboð. Ég er hræddur um að hann verði að lesa sér til um málið betur. Eins og málið er núna undir stjórn alræðisins sem nú ríkir að þá fær enginn krónu þaðan nema að sá flokkur hafi hlotið ákveðið lágmarks fylgi við kosningar. Fram að kosningum þurfa ný framboð að kosta allt sjálf og veðsetja sig og sína væntanlega í ferlinu. Nái þau svo ekki tilskildum árangri sitja framboðin eftir með allan kostnaðinn á eigin ábyrgð. Samkvæmt ábendingu Sturla hér í athugasemd mislas ég fréttina. Hann er einmitt að benda á þessa staðreynd sem Ómar Ragnarsson og fleiri hafa gagnrýnt svo mjög. Ný framboð koma að mjög ójafnri stöðu. Persónulega hugnast mér það vel að flokkar hafi ekki aðgengi að opinberu fjármagni til framboðs, ég vill bara að það sama eigi við um alla flokka - ekki bara ný framboð.


mbl.is Þjóðfélagið er fjölskyldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það stendur að við höfum ekki sama aðgang að fjármagni og hinir flokkarnir

lesa!!!!!!!!!!!!!!!!

svo er það eitt að setja heim og gagnrýna heldu en að gera eitthvað sjálfur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

sturla jonsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir innlitið Sturla, mislas greinilega þarna í fréttinni. Biðst velvirðingar á því.

Sit annars ekki bara heima aðgerðarlaus, er á fullu að sýsla. Mun meðal annars hafa samband við þig á næstu dögum vegna þessa.

Gagnrýnin er ekki á þig persónulega og er í raun ekki að gagnrýna. Ég er hérna að lýsa áhyggjum mínum af því að við náum mögulega ekki samstöðu til breytinga. Þú hlýtur að vera sammála mér með það að það skipti höfuð málið að ná að búa til sem stærstan hóp til þess að breyta einhverju.

Baldvin Jónsson, 14.1.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Baldvin ..   Þegar þessi öfl fara að starfa , sjá hvert annað,þá myndast ein allsherjar breiðfylking sem leiða mun til jafnaðar,við skulum bíða og sjá hvað verður í boði þegar búið verður að hrista þessi brot saman það er mikill krafur undir niðri um allt þjóðfélagið og mál eru þannig að það er ekki pláss fyrir smákónga

Gunnar Þór Ólafsson, 14.1.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband