Kraftmikill fundur í kvöld - stútfullur af upplýsingum
13.1.2009 | 00:06
Erindin í kvöld voru óvenju upplýsandi finnst mér og þá sérstaklega erindi Roberts annars vegar og svo erindi Sigurbjargar hins vegar.
Robert var afar upplýsandi og lausnamiðaður í sínu erindi og var það mér til örvunar. Svarti bletturinn í erindinu hans var líklega bara sá að til þess að hagvöxtur verði aftur hér - og þá fyrr en seinna - er það skilyrði að hér ríki traust efnahagssstjórn. Það er því ljóst að það verður ekki fyrr en búið er að koma ríkjandi flokkum frá, og í raun ekki bara ríkisstjórnarflokkunum heldur þeim öllum. Þetta eru tímar nýrra hugmynda og fólkið krefst þess (að minnsta kosti allt það fólk sem ég hef rætt við síðan fyrir helgina) að hér verði lagt af flokksræði og lýðræðið endurheimt. Endurheimt til þjóðarinnar.
Erindi Herberts var afskaplega vel upp sett og afar hvetjandi. Hann lagði fram í lokin lista með upplýsingum um hluti sem voru framkvæmdir eða ekki framkvæmdir af valdhöfum með spurningunum "Löglegt? Já - Siðlaust? Maður spyr sig" og var salurinn og ég þar á meðal farinn að hreinlega öskra á hann til baka við seinni spurningunni: "JÁ!!!"
Sigurbjörg fær hins vegar titilinn "hugrakkasti ræðumaður kvöldsins" og í raun frá upphafi. Hún tók afar stóran séns í kvöld þegar að hún upplýsti um ýmislegt sem hefur misfarist í stjórnsýslu heilbrigðismála hér á landi frá því í ársbyrjun 2007, og var að segja frá mörgum þessara mála í fyrsta skipti opinberlega. Það er nokkuð ljóst að Guðlaugur Þór mun hafa ansi margar spurningar til þess að flýja á næstu dögum.
Það var síðan afar kómísk viðbót við innlegg Sigurbjargar, þegar ég í bílnum á leið heim ég heyrði í Geir Haarde í útvarpinu hjá Bubba Morthens segja frá því að engar breytingar stæðu til á aðkomu ríkisins að heilbrigðis kerfinu þó að einkaframtakið myndi aukast eitthvað. Það sem Geir sagði hins vegar ekki er sú staðreynd að ef að allir hlutar kerfisins sem mögulega skila einhverju í kassann fara í einkavæðingu til vina flokksins að þá verður það sem eftir stendur landanum enn kostnaðarsama.
Gleðilegt baráttuár enn og aftur kæru lesendur.
Fullur salur í Háskólabíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 358732
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Sigurbjörg var hetja kvöldsins
Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 00:26
Fínn pistill hjá þér Baldvin... og miklu yfirvegaðri en minn :) Enda er hjartslátturinn rétt að komast í rétt horf eftir fundinn.
Geir veit ekki hvað bíður hans....... en ég spái því að hann verði borinn út úr sínu ráðuneyti fari hann ekki sjálfviljugur.
Heiða B. Heiðars, 13.1.2009 kl. 00:26
Kraftmikill fundur já ...en bara fundur. Við mótmælendur erum eins og lömb á leið til slátrunar ...jörmum hátt en gerum helst ekkert. Og ef einhver lömb sýna minnstu viðleitni til að bjarga sér eða berjast við slátrarann með hans eigin aðferðum, hneykslumst við öll hin sláturlömbin á að þau skuli láta svona ...og höldum áfram að láta leiða okkur jarmandi til slátrarans.
corvus corax, 13.1.2009 kl. 00:28
Já, Sigurbjörg var ótrúlega kjörkuð. Vona að hún verði fordæmi og fleiri komi fram.
Heyrði að það hefði verið eitthvað þras í gangi uppi á sviði eftir fundinn. Tryggvi var allavega eitthvað illa fyrir kallaður á fundinum.
Jón Kristófer Arnarson, 13.1.2009 kl. 00:29
Takk fyrir pistilinn. þetta var frábær fundur og allt sem fram kom frá ræðumönnum stemmir við mína tilfinningu af veruleikanum í dag. Hendum þeim út og stofnum til stjórnlagaþings eða valdasamkundu þjóðarinnar og endrureisum lýðræði og það ekki senna en fljótlega. Bíðum ekki eftir að allt verði hér MESS ein og ´Róbert komst að orði í fréttum.
Baldvin, Heiða og Hómdís stöndum fyrir breiðfylkingu.....
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:33
Ps, Hendum þeim út á auðvitað að vera hendum ríkisstjórninni út. Við látum ekki þetta vanvita lið leiða okkur til fjandans...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:34
Corvus Corax, mótmælin eru liður í leiðinni.
Breiðfylking fólks um endurheimtun lýðræðis er næsta skref.
Jakobína, allt komið á fleigi ferð. Sendi þér línu á tölvupóstinum.
Baldvin Jónsson, 13.1.2009 kl. 00:36
Það er alveg klárt að það þarf að kjósa. Það er stjórnarkreppa þegar ríkisstjórnin er óstarfhæf, traustið fokið út í veður og vind og allt þingið ennþá í jólafríi.
Þeir koma úr fríi eftir viku. Þá þarf að rjúfa þing og boða til kosninga. Það ætti þá að vera hægt að kjósa 14. mars. Minnst 5 af núverandi ráðherrum þurfa að taka sér frí og eiga ekki að vera á framboðslistum. Helst fleiri.
Haraldur Hansson, 13.1.2009 kl. 00:51
Djö**** mega þau skammast sín sem ekki létu sjá sig á fundinum. Reyndar skil ég að þau hafi ekki þorað að standa augliti til auglitis við Robert Wade enda erfitt að réttlæta nokkurn skapaðan hlut sem þessi úrkynjaði sérhagsmunaklúbbur hefur staðið fyrir síðastliðin ár. Plássið sem var merkt þeim á sviðinu var jafn autt og innantómt og stefna þeirra út úr vandanum. Ég verð illa svikinn ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lifa af þennan sjálfsmorðsleiðangur sem þeir lögðu upp í með einkavinavæðingu bankanna. Svo held ég að heilbrigðisráðherrann ætti að láta sig hverfa sem fyrst og skammast sín!
Sigurður Hrellir, 13.1.2009 kl. 01:08
Menn gerðu nú grín að því hversu táknrænt það var þegar að Steingrímur J. var einhvern veginn kominn hálfur í stól Geirs eða annarra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem þorðu ekki að mæta.
En ég velti því samt fyrir mér til hvers þau mæta þó? Það voru væntanlega teljandi á fingrum ekki nema 1-2 handa þeir aðilar í Háskólabíói í kvöld sem vilja eitthvað með eitthvað af þessu liði hafa meira.
Ég vil bara eitthvað alveg nýtt. Get ekki meira af þessu sama bulli áfram.
Baldvin Jónsson, 13.1.2009 kl. 01:16
Rjúfi forseti þing skal kjósa innan 45 daga, er það ekki? Ef það skeður 20/1 þarf að kjósa ekki seinna en 6/3. Í öllu falli þarf talsverðan tíma til að undirbúa nýtt framboð - það verður að bjóða fram í öllum kjördæmum og framboðið verður að vera klárt tímanlega svo það lendi ekki í sama klandri og Ómar Ragnarsson var í síðast þegar hann fékk ekki að vera með á öllum sameiginlegu fundunum. Þess vegna þarf framboðsmaskínan að fara að starta, 45 dagar er ekki langur tími þó ég telji nú að forsetinn sé svo beinlaus að hann þori sig hvergi að hræra!
Ég er út á landi svo ég veit auðvitað ekkert um hvað skeði á fundinum en mikið hræðilega var Kastljósviðtalið við Robert Wade dapurlegt og lokaorð hans þar voru þannig að það setti að manni hroll. Ráðleysið (eða er það siðleysið ) er svo algjört hjá ríkisstjórninni og honum var það fulljóst - útlendingnum!
Sennilega verður maður bara að fara og kaupa sér spotta og rifja upp hvernig á að gera rennilykkju! Það má alltaf finna bita einhversstaðar til að binda í.
Ragnar E.
Ragnar Eiríksson, 13.1.2009 kl. 01:50
Fullur salur í Háskólabíó
Bloggað um fréttina
Vel er mætt á
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:23
D-auður stóll.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:24
flott hjá Sigurbjörgu en hún er eflaust ekki ein um það að hafa slíakr sögur að segja fleiri (m)ættu stíga fram.
SM, 13.1.2009 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.