Óraðsía í rekstri bitnar á lengst af ágætlega reknu Fréttablaði

Orðið á götunni er að björgun blaðsins á sínum tíma til þess að koma því almennilega af stað hafi kostað aðaleiganda blaðsins vel innan við 100 milljónir. Fyrir vel innan við 100 milljónir, eitthvað nær 50 milljónum jafnvel, gat Jón Ásgeir keypt sér aðgang að dagblaði sem fljótlega varð mest lesna dagblað landsins og þar með gríðarleg áhrif.

En Fréttablaðið sem mjög fljótlega fór að skila afgangi og það jafnvel ágætis hagnaði á tímabili, var sett inn í einhvern hrærigraut fjölmiðla sem fékk nafnið 365. Hrærigraut sem hefur aldrei síðan að mér skilst, náð að skila neinum verulegum eða óverulegum hagnaði.

Þarna var góð viðskiptahugmynd tekin og notuð til þess að borga tapið af pakka sem átti sér litla viðreisnar von. Hefði í raun verið mun heilbriðgara fyrir rekstur ljósvakamiðlanna að fá bara að deyja drottni sínum einhverjir og fara þar með með þann hluta í gegnum heildræna uppstokkun.

Stundum, já undanfarið jafnvel oft, er verið að fórna meiri verðmætum fyrir minni. En nú verður vonandi svona að jafnaði breyting þar á.

Minni svo í lokin á Borgarafundinn í Háskólabíói í kvöld, þessi fundur er drekk hlaðinn af upplýsingum. Sjá nánar á http://www.borgarafundur.org/


mbl.is Ekkert Fréttablað á sunnudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband