Siðleysið mun halda áfram þar til að við opnum augum - þessir menn eru EKKI í viðskiptum til þess að hjálpa okkur

Það vekur mér ugg hversu margir eru enn að verja þessa menn. Þessi þjóðsaga um að til dæmis Bónus sé einhversskonar baráttutæki fyrir bættum kjörum er ekkert annað, þjóðsaga. Hagafjölskyldan er ekki í viðskiptum til þess að bæta kjör þjóðarinnar. Það kemur sér afar vel að gefa til einhvers góðgerðarmáls reglulega til þess að viðhalda þessari hugmynd, en fjölskyldan er að sjálfsögðu í viðskiptum með það meginmarkmið að græða peninga. Það er eðlilegt, en verður nánast afstætt þegar að stór hluti þjóðarinnar virðist heldur vilja trúa því að þessi fjölskylda sé í bisness til þess að hjálpa þjóðinni. Sérstaklega nú þegar að þessi sama fjölskylda stýrir verðlagi á vörum á öllum stigum smásölunnar. Í Bónus, Hagkaupum og 10-11 veslunum. Þau einfaldlega ráða því hvaða verð við greiðum fyrir matvöru eins og staðan er í dag.

Ég er hættur að versla við þau nánast algerlega, þau eiga þó mjög líklega án þess að ég viti af því hlut í einhverjum þeim fyrirtækjum sem ég versla við í dag, en ég er að gera mitt besta og sofna með ágætis samvisku á kvöldin gagnvart þessu. Hvað með þig?

Þetta siðleysi mun halda áfram hérna svo lengi sem að við samþykkjum það og styðjum það áfram.


mbl.is Tilboð Haga gerði ráð fyrir staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr alveg sammála

Margret (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:28

2 identicon

Ég benda þér á þessi grein á bloggsiða mitt. http://elisabethida.blogspot.com/2008/12/environmentalism.html

Til hamingju að þú ert að nái þessi merkið og er ekki auðvelt hérna á íslandi.

elisabet (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:41

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Er bara sammála öllu í þessari grein þinni.  Held að fólk hljóti að opna augun fljótlega og sjá hvernig þessi svikamylla öll hefur hægt og bítandi náð stórum hluta markaðarins undir sig.

Auðvitað eiga allir alvöru mótmælendur að hætta að versla við fyrirtækin þeirra.

Sigurður Sigurðsson, 10.1.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þessu - allavegana löngu hættur að verzla matvörur hjá þeim

Jón Snæbjörnsson, 10.1.2009 kl. 17:21

5 Smámynd: Axel Jóhannes Yngvason

Algjörlega sammála þér ótrúlegt hvað við íslendingar erum þjökuð af þrælsótta og látum segja okkur fyrir verkum, ég hef lengi synt á móti straumnum í því að gagnrýna baugsveldið sem ég tel að sé mesta samsafn af bófum og svindlurum sem til er á Íslandi en þeim tekst með einhverjum undraverðum hætti að væla út samúð og stuðning fólks og höfða þá gjarnan til manngæsku sinnar og stuðnings við litla mannin, kannski var það þeirra hugsjón í upphafi enn hún er löngu glötuð.

Axel Jóhannes Yngvason, 10.1.2009 kl. 17:23

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

það eru margir sem gefa meira til barnaspítalans heldur en Bónusfeðgar. en þeir eiga hins vegar stærsta almannatengsla fyrirtæki landsins. 365 miðlar eða rauðsól eða hvað það nú heitir í dag eftir kennitöluflakk síðastliðins árs.

Fannar frá Rifi, 10.1.2009 kl. 18:04

7 identicon

Pokasjóður hvaðan koma peningar í hann? Ekki úr einsmannsvasa.

axel (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband