Rannsóknarnefnd tryggir öryggi gagna

Tja, að minnsta kosti þeirra gagna sem að þeir fundu og er ekki enn búið að eyða á þeim ÞREMUR MÁNUÐUM næstum sem liðnir eru frá upphafi hrunsins.

Mér finnst frábært að nefndin hefur tekið til starfa, mér finnst það afar ánægjulegt en óttast jafnframt að þetta sé heldur seint í rassinn gripið gagnvart helstu sökudólgum og ráðamönnum.

Hef þá tilfinningu núna að störf nefndarinnar muni skila öðrum af tveimur möguleikum eftir 10 mánaða starf. A) Þetta var rétt hjá ykkur öllum en við finnum því miður ekki frumgögn til þess að gera eitthvað frekar í málinu eða B) Ýmislegt misfórst augljóslega í aðdragandanum og misserunum fyrir bankahrunið, en þar er ekki við einstaklinga að sakast.

Ég hallast frekar að því að kostur B verði ofan á. B hefur jú líka í flestu verið skammstöfun spillingar svo lengi sem ég hef fylgst eitthvað með pólitík. Nefndarstörfin verða vonandi til gagns, en ekki til að bjarga neinu.

Nú er það okkar að bjarga því sem eftir stendur áður en skipið sekkur endanlega.


mbl.is Öryggi rannsóknargagna tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband