Ísland vs. Titanic - í raun sorglega keimlík staða

Það eru án nokkurs vafa ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli og því miður er það nánast öruggt að kreppan og afleiðingar hennar eru bara rétt að byrja.

Góður félagi sendi mér í dag hugleiðingu sem að hann í raun dreymdi, en mér finnst svo áhugaverð og skemmtileg lesning að ég skelli því hér inn með hans leyfi. Hann sendi mér þessa hugleiðingu eftir að ég setti inn hvatningu um aðgerðir til breytinga á Facebook. Feitletranirnar eru mínar.

Sæll Baldvin,

Bylting??? Það kemur fyrir einstaka sinnum að mig dreymi eitt og annað og fái svona einskona sýnir milli draums og vöku. Oftar en ekki hafa þessar sýnir/draumar komið til veruleika stundum þægilega óvart eins og svona "aha" já einmitt tilfinning, stundum eins og "shit" ég hefði betur átt að nýta mér þær upplýsingar sem draumurinn/sýnin gáfu mér.

Ég upplifði svona draum/sýn seint í nótt/snemma í morgun.

Hvað sá ég? Svona í stuttu máli þá byrjar það með spurningu; hefur þú séð kvikmyndina Titanic? Reikna mað því..

Ég fékk að sjá atburði undafarinna mánaða sem áhorfandi að þeim hamförum sem áttu sér stað um borð á Titanic,, sem greinilega er ísland.

Fékk nákvæmar líkingar á milli atburðanna þá og þess sem er að gerast í dag. Titanic! Besta skip í heimi!! ósökkvandi!! hrokafullir eigendur o.s.frv. Aðvaranir um rekís og borgarísjaka,,, hundsað fullt stím áfram!! Búmm... krash... bang!!! áreksturinn - bankahrunið!

Smá hristingur,,, fólk hrætt... einhverjir slasast o.s.frv.. en skipið flýtur enn.. (yfirtaka ríkisins á bankakerfinu) aðgerðir ??? láta sem ekkert sé.. halda ljósavélunum í gangi,, róa farþegana..

OK.. þú skilur hvað er í gangi og hefur séð myndina og veist hvernig hún endar.. Þá er það spurningin; Hvar erum við staddir í myndinni núna?

Nákvæmlega í dag erum við staddir þar sem allt virðist rólegt á yfirborðinu.. skipið aðeins byrjað að hallast,, fólk á fyrsta og öðru farrými búið að dressa sig upp,, byrjað að sjósetja nokkra björgunarbáta og koma fyrirfólki og fyrstafarrýmisfarþegum frá borði...hljómsveitin er að byrja að spila og öllum sagt að "allt"sé í stakasta lagi..

fólk á öðru og þriðja farrými frekar órótt en skríllinn á fjórða og fimmta farrými að flippa út en.... who cares... hvort eð er læst inni..

Og hvað er pointið?? Jú ég er búinn að sjá þess mynd nokkrum sinnum og...hún endar "alltaf" eins....

Stundum þegar ég sé svona fyrir mér hef ég rænu á því að spyrja hvað sé verið að sýna/kenna mér... og svarið var skýrt; Það er ekkert sem bendir til þess að endirinn verði öðruvísi....

Skipinu verður ekki bjargað... en það eri enn tími til að bjarga flestum þeim sem enn eru um borð.

Ég er einungis tilbúinn til að vera með í björgunaraðgerðum sem byggjast á;
"Ein þjóð - eitt kjördæmi" , "Einn maður - eitt atkvæði" , "Alger aðskilnaður framkvæmda og löggjafavalds" , "Uppræting lénsveldis á Íslandi" (þ.e. gereyðing hins eina pólítíska flokks á Ísland "Fjórflokksins")

Virkilega góð hugleiðing hjá félaga mínum, spurningin til okkar er þá hvort að við ætlum bara að trúa því að allt verði í lagi eða hvort að við ætlum að gera eitthvað til þess að annað hvort laga skipið eða skipta árabátunum sanngjarnlega á milli okkar allra?


mbl.is FME: Enn unnið að rannsókn á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Skemmtilegur lestur..eða var það á meðan ég var bara að lesa pistil. Ekki jafn skemmtilegur þegar ég minnti mig á að ég var að lesa lýsingu á ástandinu í dag. Þetta er skítt.

Óskar, 10.1.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband