Mikil þörf á skýrri lagasetningu - hvers vegna er ekki tekið á því?

Eins og marg oft hefur komið fram, meðal annars í viðtali við Jón Steinsson hagfræðing nú nýverið, að þá væri fyrir löngu síðan búið að fangelsa alla þessa menn sem á Íslandi báru heiðursnöfn fyrir dugnað og dirfsku. Í hinum siðmenntaða heimi heitir þetta hins vegar innherjasvik. Já ekki innherjadugnaður heldur INNHERJASVIK. Það þykir mjög alvarlegt mál í t.d. bæði Bandaríkjunum og Bretlandi.

Af hverju er ekki verið að vinna lög um þetta hér heima? Af hverju getum við sett allsherjar-alræðis-neyðarlög á einni nóttu, af hverju getum við sett gjaldeyrislög á bara örfáum tímum, en ekki tekið á opinberri glæpsamlegri hegðun í samfélaginu ÁRUM SAMAN??

Já, mér er eðlilega spurn.


mbl.is Sami maður beggja vegna borðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru ekki teknir úr umferð því það falla svo margir með þeim. Af hverju heldur þú að þeir geri ekkert margir ráðamenn þjóarinnar ?? Þeir eða sumir eiga konur sem hafa verið í þessum félögum

Guðrún gg (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Í raun er þetta mjög einfalt. Glæpurinn er framinn í skjóli, annars vegar, Sjálfgræðgisflokksins sem er í raun bara pólitískur armur annarar mafíunnar og hins vegar Samspillingarinnar sem er í eign Baugsmafíunnar. Það er þessi sameiginlegi spillingarpottur sem er í raun límið í þessari spillingarstjórn tveggja flokka sem í raun fyrirlíta hvorn annan. En sameiginlega óttast þeir ekkert meira en að hlutlaus aðilli komist að í ríkismálunum því þá myndi allt fara upp á borðið og spillingarflokkarnir afhjúpaðir.

Ekki mjög flókið!

Þór Jóhannesson, 11.12.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband