Líklega aðeins toppurinn á ísjakanum

Þó að þetta sé að sjálfsögðu sorglegt mál að þá fyllir það mig von í þessu ástandi að sjá að það sé eitthvað byrjað að koma í ljós. Eitthvað sem er ekki strax reynt að þegja í hel.

Það bærast með mér skrítnar tilfinningar gagnvart þessu öllu, finn enn djúpa sorg gagnvart þjóðinni minni og þeim tímum sem framundan eru. Finn líka sterkt að ég vill standa mína plikt. Ætla ekki að vera með þeim fyrstu frá borði. Það er svo sterkt í mér að maður stendur vaktina þangað til að ekkert flýtur nema björgunarbáturinn.

Ég hef samt fullan skilning á þeim sem eru að fara. Á ágætis vini og félaga sem eru þegar farnir, þeirra aðstæður voru einfaldlega þannig að það kom ekkert annað til greina. Það var annað hvort að fara til Noregs þar sem þeir gengu beint inn í vinnu eða að horfa á allt renna úr greipum sér á Íslandi, og þurfa jafnframt að horfa á börnin sín svöng.

Við hérna á heimilinu stöndum sem betur fer ekki frammi fyrir því, að minnsta kosti ekki í dag. Fólk eins og við sem hefur enn raunverulegt val á að sjálfsögðu að velja að standa sína plikt og berjast fyrir land og þjóð. Þetta er sem betur fer ekki stríð í hefðbundnum skilningi þess orðs, en þetta er án nokkurs vafa stríð um völd og stríð gegn spillingu.

Núna er tíminn, við verðum að taka stjórn landsins aftur í hendur þjóðarinnar.


mbl.is Lögregla rannsakar bankastarfsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gott innlegg! Skera þarf upp herör gegn spillingunni -sem er þverþjóðfélagsleg.

Ólafur Þórðarson, 11.12.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband