Þetta er góð hugmynd - tala minna gera meira

Mér finnst þetta afar góð hugmynd. Undanfarið hefur borið á því að fólk jafnvel segist ekki hafa mætt á mótmæli vegna þess að því fannst það bara alls ekki samsama sig með ræðumönnum og þess sem þeir boðuðu.

Við erum þó flest sammála um meginmarkmiðið sem er kosningar í vor. Það liggur fyrir skýrt, frábær hugmynd að sameinast um það núna í þögn.

Við finnum aukna samhyggð og samstöðu þegar við þegjum saman - allir í bæinn á laugardaginn!!

 

Annað, einhvern veginn er það þannig undanfarið að mikið af góðum hugmyndum fara forgörðum þar sem að þær drukkna í fréttaflóði af málum eins og endurteknum misstökum ráðamanna.

Íslandshreyfingin sendi nýlega frá sér ályktun sem að mér finnst að hafi horfið í fjöldann og þykir full ástæða til þess að koma betur á framfæri. Ályktunin fer hér á eftir:

ÁLYKTUN STJÓRNAR ÍSLANDSHREYFINGARINNAR UM AÐGERÐIR VEGNA KREPPUNNAR.

Beinn stuðningur til að forða heimilum og fyrirtækjum frá gjaldþroti því fyrirhugaðar aðgerðir duga ekki til.

 

Erlendir sérfræðingar stjórni ítarlegri rannsókn á bankahruninu og öllu sem tengist því. Spillinguna burt !

 Stóriðjuframkvæmdir verði stöðvaðar og tryggt að nýting jarðvarma sé endurnýjanleg í stað ofnýtingar hans. Gera þarf heildaráætlun um friðuð svæði og framtíðarnotkun jarðvarma og vatnsafls.

Taka þarf frá virkjanasvæði sem nota þarf til öflunar hreinnar orku fyrir samgöngutæki framtíðarinnar.

 

Tafarlaus uppbygging þekkingariðnaðar og ferðaþjónustu.

 

Leyfðar verði krókaveiðar smábáta nálægt landi og vinnsla aflans í heimabyggð með skynsamlegum takmörkunum.  

 

Sérréttindi æðstu manna til eftirlauna verði afnumin strax. 

 

Kosið verði sem fyrst á næsta ári eftir nýjum kosningalögum þar sem kjósendur raða frambjóðendum í kjörklefanum og 5% þröskuldur atkvæðafylgis verði afnuminn.

 

Kosið verði sérstaklega um hvort sækja eigi um aðild að ESB.

 Stefnt að því að allar auðlindir til lands og sjávar verði þjóðareign og aðgangur að þeim leigður með því framtíðartakmarki að Ísland verði eina landið í heiminum óháð öðrum löndum um orku og notar á óyggjandi hátt hreina og endurnýjanlega orku í landi frelsis, jafnréttis og bræðralags.

 


mbl.is Þögul mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já mér finnst þetta frábær hugmynd...mætum öll og stöndum saman í djúpri þögn. Áhrifamikið!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 09:28

2 identicon

Fín hugmynd legg þó til að við höfum öll kertaljós. Sorgin yfir ástandinu er slík.

húsmóðir í vesturbænum (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband