Þórsmerkur svæðið enn einu sinni að sanna hversu fáránleg hugmynd það er að ætla að byggja upp veg þarna inn eftir

Svæðið þarna á svona dögum tekur þvílíkum breytingum að óreyndir myndu hreinlega ekki trúa því.

Ég hef komið þarna inn úr með 2 daga millibili þar sem voru sipaðir vatnavextir á svæðinu í millitíðinni og stór hluti leiðarinnar var einfaldlega horfinn í Markarfljótið þegar ég kom upp úr aftur.

Þetta svæði er stórvarasamt, en það að læra að umgangast það og það hversu mikið mál er oft að koma sér þarna inn úr er einfaldlega afar stór hluti af sjarma svæðisins.

Viljum við nokkuð fara að sjá Yarisa almennt þarna inn frá? Má ekki sumt halda sínum forna sjarma?


mbl.is Menn fundust í Básum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ætli þeir sem voru fastir í Aksstaðaánni hafi verið á smábíl að reyna að ná í þessa tvo ?

Börkur Hrólfsson, 11.12.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við hefðum kannski átt að skjótast í björgunarleiðangur og fullreyna snorkelin Börkur? :)

Baldvin Jónsson, 11.12.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Heldurðu að það sé svo svakalegt ?, en já það gæti verið gaman.

Börkur Hrólfsson, 11.12.2008 kl. 02:09

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tja, allavega miðað við að börgunarsveitin var í erfiðleikum með að komast inn úr. Þá er nú orðið hressilegt í.

Baldvin Jónsson, 11.12.2008 kl. 08:17

5 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

Ég er alveg sammála því að það svæðið myndi tapa miklu á sínum mikla sjarma ef Yarisar og þvíumlíkir bílar kæmust þarna inneftir.

Annars eru útlendingarnir vinafólk mitt og var planað áður en þau fóru af stað að sækja þau í gærkvöldi. Svo kom auðvitað í ljós að vegna mikilla vatnavaxta var augljóst að það þyrfti stærri bíl í verkefnið en við höfðum til umráða. Það er mikið rétt, að þetta svæði getur stórbreyst á skotstundu. Á leiðinni inneftir var mjög mikið í ánum (sem og á stöðum sem væntanlega voru ekki ár deginum áður..), á leiðinni til baka ca 2 tímum seinna, þá spurði maður sig "öhh var ekki fuuuuuullt af vatni hér áðan?" þegar horft var á fullt af grjóti.

Þetta hófst allt saman og bíðu þau róleg í skála.  

Þeir sem komu með okkur frá björgunarsveitunum á Hvolsvelli, Hellu og Selfossi stóðu sig með stakri prýði.

Helen Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:07

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Helen, hljómar kannski kaldranalega, en ég hafði engar áhyggjur af fólkinu - eins og sést kannski á skrifum mínum hérna. Það er svo frábær aðstaða þarna innfrá, sérstaklega Bása megin, að ég hafði litlar áhyggjur af því að það væsti eitthvað um fólkið.

Gott samt að heyra að vel gekk.

Baldvin Jónsson, 11.12.2008 kl. 11:30

7 identicon

"Verndum vonda vegi", þeir eru hluti af upplifun fólks á hálendissvæðum. Þetta skilja ekki allir, en sem betur fer fjölgar þeim sem þekkja þessa tilfinningu.  Þessu sjónarmiði stafar hins vegar ógn úr ýmsum áttum, t.d. þeim sem vilja "auka afköst í ferðaþjónustu" eins og þær hugmyndir kallast sem ganga út á að koma túristum hraðar á milli staða þannig að hægt sé að klára útsýnistúrana á skemmri tíma.  Svo ekki sé talað um þær hugmyndir sem ganga út á að taka hálendissvæði undir flutningsleiðir milli landshluta.
Fréttir af svona málum eru oft svolítið brenglaðar og gefa fólki villandi mynd.  Hluti af útivistarsportinu getur verið að takast á við náttúruna og sjálfan sig. Ganga yfir Fimmvörðuháls að vetri útheimtir réttan undirbúnining til að geta brugðist við því sem upp kann að koma.  Sé ekki betur en að í þessari ferð hafi verið staðið vel að öllu, göngumenn í góðum málum í skálanum í Básum og þeir sem voru að sækja þau bregðast rétt við þeim aðstæðum sem mæta þeim.  Svona skot í árnar getur komið þegar rignir hressilega en er yfirleitt fljótt að jafna sig þegar styttir upp.  

Skúli H. Skúlason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband