Mjög róttækt frumvarp á leið frá Menntamálaráðherra samkvæmt vef AMX

Það má segja með þessu að þarna er verið að draga RÚV út af auglýsingamarkaði sem nemur svona líklega um helmingshlut í útvarpi og væntanlega hátt í 75% í sjónvarpi, en sjónvarpssviðið hefur kangmestar tekjur á afsakið slettuna, prime time og marga þætti sem hafa verið kostaðir að hluta eða alveg.

En hvernig getur nefskattur upp á 17.900 krónur á einstakling á ári átt að koma í staðinn fyrir bæði þessar gríðarlegu auglýsingatekjur og afnotagjald?

Ég get ekki séð að það geti mögulega gengið upp. Heimilið er í dag að greiða hátt í 5.000 krónur á mánuði, það eru um 60.000 á ári fyrir 2 lögráða einstaklinga með 2 börn. Við erum nálægt því að vera vísitölufjölskyldan þannig að við ættum að vera gott dæmi sem viðmið.

Það á sem sagt að snarlækka bæði auglýsingatekjur OG skatttekjur samkvæmt þessu frumvarpi. Hlýtur það ekki að þýða gríðarlegan samdrátt í efni og efnisgerð hjá RÚV?


mbl.is Frumvarp: miklar takmarkanir á auglýsingar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eðlileg niðurstaða stefnu yfirvalda að koma stofnuninni fyrir kattarnef og stjórnendur hennar í umboði ráðamanna standa sig vel í því.

Þessu liði er ekkert heilagt og tilgangurinn helgar alltaf meðalið.

101 (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:57

2 identicon

Ég borgaði nú nýlega af RÚV fyrir þrjá mánuði, október, nóvember og desember, það kostaði mig tæpar 9000 krónur þannig að mánuðurinn er á 3000 ekki 5000. Heimilið borgar þannig 36000 á ári sem næst upp með nefskatt ef það eru 2 á heimili.  Oft eru þeir fleiri en 2 á heimili og vissulega oft færri en þetta ætti nú ekki að koma of illa út fyrir RÚV.

Bjarki (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:30

3 identicon

Því miður er þetta ekki rétt hjá þér, því þetta er lítil sem engin takmörkun á RÚV. Þeir koma til með að þurfa hækka verð og halda sig við verðskrá og selja þar að leiðandi þessar 3 mín á klukkustund á hærra verði og fylla þær þá bara í staðin á hærra verði. Þetta þíðir að þeirra hlutdeild mun lítið sem ekkert minka og taka þeir eftir þetta ennþá stóran hluta af kökkunni.

 Þetta hjálpar ekkert hinum rásunum og fljótlega verður líklega bara 1 sjónvarpsrás.

Guðmundur Páll Jónsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:43

4 identicon

Ég hafði ímyndað mér að stofnunin færi á fjárlög eins og aðrar ríkisstofnanir en nefskatturinn væri sértekjur en ekki einu tekjurnar. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband