Brestur í hjá Bakkavararbræðrum - hvað ætli verði um Símann?

Hver hefði trúað því að einn daginn stæði Síminn frammi fyrir mögulega gjaldþroti?

Ég á bágt með að skillja hvernig fyrirtæki eins og Síminn, með allar þessar efnislegu eignir eins og dreifikerfið getur staðið frammi fyrir mögulegu uppgjöri. Vonandi að náist að bjarga Símanum þarna frá.

En er þetta ekki bara enn ein hringamyndunar vitleysan eins og Stoðir?

Nú losa þeir aðra út, taka yfir, hliðra til í bókhaldi, þessi á núna þennan og þessi á núna hinn en þeir eiga samt áfram allt saman. Þessi tekur skuldir annarra og rúllar og hinir virðast standa ágætlega á eftir.

Er þetta of flókið hjá mér?


mbl.is Bakkabræður taka yfir Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Nei ég skildi þetta ha ha ha

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 8.12.2008 kl. 18:44

2 identicon

Þú skilur þetta á sama hátt og ég Baldvin.  Bloggaði um þetta áðan.  Bakkabræðurnir eru að mínu viti að heyja lífróður til að bjarga Bakkavör Group.  Þetta er hringekjuleikrit.  Erfitt líf hjá þeim bræðrum eftir að fjármagnsstraumurinn frá Kaupþing banka var tekinn úr sambandi.  Exista er tæknilega gjaldþrotta, bara "millipappír".  Vonandi bjargast Síminn eins og þú nefnir.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband