Verða ekki rannsakendur að vera hlutlausir?

Getur hópur vísindamanna verið hlutlaus í rannsókn um áhrif gáfna á gæði sæðis? Varla.

Það væri flott ef þetta reynist rétt, þetta er jú bara eins og alltaf, frétt af rannsókn sem er enn í gangi og ekki komin ákveðin niðurstaða enn.

Mér hefur einhvern veginn samt alltaf í gegnum tíðina fundist þessu vera akkúrat öfugt farið. Biðst velvirðingar á hrokanum, en mjög oft finnst mér það einmitt vera menn, sem ættu að þurfa í það minnsta að fara í gegnum jafn strangt ferli og þarf að fara í gegnum við umsókn um gæludýr, sem eignast flest börnin.

Ef að þessi niðurstaða rannsóknarinnar reynist rétt, virðist sem að á Íslandi sé málinu þannig farið að fjölskyldur sem ná hvað lengst, samkvæmt veraldlegum skilningi eiga almennt færri börn en fjölskyldur sem vinna til dæmis verkastörf.

Skyldi auðmanna elítan eftir allt saman bara vera vitlausari en hinir?


mbl.is Gáfaðir karlmenn framleiða betri sæðisfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, rannsakendur þurfa ekki að vera hlutlausir, þeir þurfa einungis að beita vísindalegri aðferð ef þeir ætla að kalla sig vísindamenn. Blaðamenn eiga að vera hlutlausir, vísindamenn þurfa bara að gera vinnuna sína því þetta byggist á mælingum og viðurkenndri aðferðafræði en ekki gildismati og skoðunum eins og þegar kemur að stjórnmálum, til dæmis.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir innlitið Helgi Hrafn, þetta átti augljóslega að vera svona smá glettni í upphafi dags. Fannst fréttin áhugaverð en fyndin. Svona fréttir af rannsóknum reyndar alltaf varhugaverðar, við fáum svo oft birtar fréttir af uphafi rannsókna en síður af raunverulegum niðurstöðum sem eru oft alls ekki í samræmi við fyrstu útreikninga.

Baldvin Jónsson, 8.12.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband