Tímar mikillar óvissu langt í frá liðnir

Ýmislegt sem að liggur mér á hjarta eftir þessa helgina.

VG hélt blaðamanna- og athyglisfund um helgina sem að þeir kölluðu auka-flokksráðsfund. Þar kom því miður lítið nýtt fram að mínu mati. Mér finnst að flokkur sem samkvæmt könnunum er líklega í augnablikinu stærsti flokkur landsins ætti að nýta sér stöðuna betur.

Þeir setja fram aðgerðaráætlun í efnahagsmálum, en hversu nálægt raunveruleikanum er hún? Kreppan er í raun ekki byrjuð, hvað græðum við á því að stöðva nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði? Af hverju þak á verðtrygginguna? Má ekki bara leggja hana af?  Er það ekki sanngjarnast á tímum sem þessum?

Ég spyr mig líka hefur þjóðin (ríkissjóður) til fjármagn til að hækka vaxtabætur?

Mér finnst eiginlega skömm að því að sitja hérna og gagnrýna tilraunir þeirra til að nýta sér athyglina framgöngu þeirra í að setja fram hugmyndir, en mér finnst þessum hugmyndum vera verulega ábótavant. Það hefur gjarnan háð vinstri pólitík á Íslandi (sem og reyndar gjarnan hægri hliðinni líka) að skýra ekki hvaðan peningarnir eigi að koma sem eiga að fara í að jafn aðstöðumuninn í samfélaginu.

Ég er þó sammála þeim um nokkur mál.

Ég tel einnig afar brýnt að boðað verði til kosninga, ég vil að það sé tilkynnt formlega og að tímamörkin séu slík að ný framboð hefðu tíma til þess að koma sér á legg. 

Eins og segir í fréttinni var í skjali sem lagt var fyrir flokksráðsfundinn tæpt á helstu aðgerðum sem grípa þarf til á næstunni. Hér er úrdráttur:

Þar er efst á blaði að boða til kosninga. Ennfremur að sett verði þak á hækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og vaxtabætur hækkaðar. Þá þurfi að stöðva öll nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði í það minnsta.

Þá vill VG að umtalsverðu viðbótarfjármagni verði strax veitt til sveitarfélaganna. Og loks að opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum, nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun.

Ég veit ekki heldur hvaðan fjármagnið eigi að koma til sveitarfélaganna samkvæmt þessum hugmyndum þeirra í VG, en væri mikið til í að skoða hugmyndir Halls Magnússonar (þvílík synd að hann sé Framsóknarmaður) um að uppbygging samfélagsins þurfi að endurskoðast og að mun meira af verkefnum SEM OG skatttekjum eigi að færast til sveitarfélaganna.

Hugmynd um að hætta bara að tala við ríkisstjórnina?

Já hvers vegna ekki? Ég veit að þetta hljómar undarlega, of róttækt segja sumir. En ef að stjórnin hefur nákvæmlega ekkert fram að færa í fréttum, viðtölum og annarsstaðar þar sem að þau koma fram, annað en að allt sé á réttri leið og dylja svo fyrir okkur þær fréttir sem skipta máli, til hvers þá að vera að leita til þeirra eftir fréttum?  Við fáum hvort eð er mun ítarlegri fréttir að virðist frá erlendum fjölmiðlum og fulltrúum innan AGS til dæmis. Það væru mjög sterk skilaboð til ráðamann ef þeir fengju bara einfaldlega ekki lengur tíma í fjölmiðlum.

Alger nauðsyn þess að fá Jónana sterkt inn í allar hugmyndir um endurreisn. 

Við eigum greinilega tvo alveg einstaklega vel gerða Jóna sem báðir eru hagfræðingar. Í Silfri Egils í gær var annars vegar símaviðtal við Jón Steinsson og svo mætti Jón Daníelsson í þáttinn.

Jón Steinsson er lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum og þykir það mjög virtur skóli í viðskiptalífinu. Hann kom fram með marga góða punkta en sá mikilvægasti er væntanlega spurningin um hvers vegna innherja viðskipt á Íslandi séu ekki ólögleg og svo hitt, hvers vegna spillingin eigi að halda áfarm innan bankanna þar sem ekki sé til nægjanleg þekking þar innanhúss til þess að takast á við þessa spilltu vafninga sem nú er þegar farið að plotta aftur með.

Jón Daníelsson er síðan hagfræðiðngur við einn virtasta skóla heims í hagfræði, Londin School of Economics og eins og nafni hans Steinsson, augljóslega maður sem að við eigum að hlusta á. Hann lagði fram hugmyndir sem eru mér mjög að skapi. Hættum bara við AGS lánið og borgum EKKI Icesave nema að við verðum dæmd til þess af dómstólum. Samkvæmt gömlu áliti Seðlabanka Frakklands ber þjóð ekki að taka á sig ábyrgð um fram tryggingasjóð þegar um alþjóðlega fjármálakrísu er að ræða.

Borgum ekki meira en við þurfum - kosningar hið allra fyrsta!!


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vg kom fram með hugmyndir sem eru líklegar til að afla vinsælda hjá almenningi.  Þetta eru ekki tillögur heldur hugmyndir.  Til að geta talist tillögur hefðu þeir átt að koma fram með útfærslu á framkvæmd þeirra.  Þetta er of loðið eins og þú bendir réttilega á fyrir utan að efna til kosninga.  Þeir virðast vilja halda í krónuna (kom ekkert fram varðandi Evru) og þá hef ég áhyggjur af stjórn efnahagsmála hjá þessum blessaða flokki sér í lagi allaballa hluta hans.  Hafa ekki beint riðum feitum  hesti í fjármálastjórn landsins hingað til sbr. óðaverðbólgan sem þeir skiluðu af sér í lok kjörtímabilsins 1979-83.

Algjörlega sammála þér varðandi Jónana.  Eitt þó.  Jón Daníelsson nefndi a.m.k. 5 sinnum að borga ekki Ice Save eða nota AGS lánið.  Þarna klikkaði Egill aðeins.  Af  hverju spurði hann ekki Jón að því hvaða áhrif það hefði og hvernig við ættum að takast á við það?  Beið eftir þessari spurningu, en kannski fór svarið fram hjá mér.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það sem líklegast er að gerist Einar ef við þiggjum ekki lánið og borgum ekki Icesave er tvíþætt.

Annars vegar, við að þiggja ekki AGS lánið, verður líklegt fall á krónunni sem hækkar vöruverð og verðbólgu á Íslandi á komandi árum. Við fall á krónunni hækka hins vegar útflutningstekjur okkar enn frekar og byrjar aukinn útflutningur strax að vinna gegn ástandinu. Ástandið verður þó án vafa erfitt í nokkur ár.

Hins vegar munu Bretar ásamt hinum Icesave þjóðunum fara í mál við okkur. Niðurstaða úr því máli getur fallið beggja megin borðsins, en við eigum að sjálfsögðu ekki að borga nema að það liggi skýrt fyrir að okkur beri að greiða umfram tryggingasjóðs inneignina.

Þetta er mín nýja krafa: Borgum ekki Icesave - kosningar hið allra fyrsta!

Baldvin Jónsson, 8.12.2008 kl. 14:55

3 identicon

Takk Baldvin. Áttaði mig sjálfur á þessu en var svona að benda á að Egill hefði átt að tryggja að upplýsa það í þættinum.  En Jón D. sagði þetta svo sem þegar hann gagnrýndi gjaldreyrishöft krónunnar.  Við eigum bara að taka skellinn núna, þá verðum við fljótar að ná okkur í stað þess að fresta vandamálinu eins og virðist vera að gerast.  Þarna hefði ég viljað fá innslag frá aukaflokksráðsfundi Vg um helgina.  Ef þið viljíð stjórn segið okkur hvernig þið ætlið að stýra skútunni. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband