Afleiðingar þess þegar stokkið er til lagasetningar án umþóttunar

Eins og ég hef skrifað áður um þessa lagasetningu, þá ber að gagnrýna það mjög alvarlega að þingið sé að afgreiða lög með slíku offorsi að ekki sé skoðað fyrir lagasetningu hvaða víðtæku áhrif lögin muni hafa. Það er í besta falli kjánalegt að setja bara lög og ætla svo að breyta þeim stöðugt til þess að áhrifin verði sem minnst neikvæð.

Af hverju ekki bara að gefa þessu nokkra daga í stað þess að keyra svona alvarleg og víðtæki lög í gegn á einum eftirmiðdegi í þinginu??  Þetta er eitt albesta dæmi um hverslags afgreiðslustofnun Alþingi er orðið, þingmönnum var sagt að þetta yrði að koma samkvæmt AGS og allir gleyptu þeir það hrátt.

Nú kemur hins vegar í ljós að þessi lagasetning muni líklega standa í vegi fyrir áframhaldandi stuðningi frá AGS þannig að ljóst er að kröfurnar um þessi lög koma einhversstaðar annarsstaðar frá.  Sumir segja úr svörtuloftum, ég veit ekkert um það.

Ég veit bara að því meira sem ríkisstjórnin okkar gerir því vandræðalegri lítur hún út, bæði hér heima og á alþjóðavísu.


mbl.is Lífsspursmál að breyta reglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband