Er ASÍ nokkuð trúverðugt frekar en lífeyrissjóðirnir?

Meðan að uppi eru kröftug mótmæli þeirra sem stýra sjóðum um að halda verðtryggingunni til þess að verja sjálfa sig gegn tapi verður fyrir mér stór hluti annars málfflutnings sömu aðila ótrúverðugur.

ASÍ kannski ekki beinn hagsmunaaðili sjóða, en hefur þó á undanförnum dögum sýnt að þeir hafi ekki eingöngu hagsmuni launþega landsins fyrir brjósti.

Er þetta mat rangt hjá mér?


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Því miður er leiðinlega mikið til í þessu hjá þér. Það er mikið af fólki hér á landi sem situr báðum megin við borðið. Ekki bara stjórnmálamenn.

Magnús Þór Friðriksson, 28.11.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Hvernig er það, er ekki hægt að verðtryggja laun á sama hátt og skuldir og mundi það þá ekki gera fólki léttara fyrir?    Það er ekki trúverðugt fyrir ASI að standa aðeins við bakið á lífeyrissjóðunum en ekki félagsmönnum.   Ranglætið er augljóst en hverjir taka byrðarnar af verðtryggðum launum?     Eykur það verðbólguhraðann? 

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 28.11.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Þegar verðtryggingin var sett á fyrir hart nær þremur áratugum, þá voru laun líka verðtryggð. En þegar verðbólgan var farin að mælast upp undir 130% á ársgrundvelli þá var verðtrygging launa afnumin (man ekki alveg hvaða ár það var).

Verðtrygging lána og sparnaðar hélt sér. Við "njótum" þess í dag.

Magnús Þór Friðriksson, 28.11.2008 kl. 19:20

4 identicon

Ég held það hafi verið árið 1983 sem verðtrygging launa varð afnumin og þess vegna Sigtúnsfundurinn frægi.

Ragnar Önundarson var í Speglinum fyrir kvöldfréttir áðan, og var að ræða um verðtrygginguna og sagði að það mætti alls ekki afnema hana. Svo sagðist hann ætla að færa rök fyrir því máli sínu að hafa fasta vexti á lánum t.d. í 5 ár og halda í verðtryggingu lána. En hann gerði það ekki heldur rifjaði upp hvernig sparifé hefði eyðst upp hér áður og það mætti alls ekki gerast aftur. Auðvitað getað menn dottið út um víðan völl en þarna hefði dagskrárgerðarmaðurinn að hjálpa honum að tapa ekki þræðinum í jafn flóknu máli.

Margret (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband