Að mínu mati afar vanhugsuð aðgerð

Hér er um afar gott dæmi þess að ræða, þar sem að skipulag er skoðað frá aðeins einni eða fáum hliðum.  Hvert beinist öll þessi umferð sem er þó mokkuð mikil í dag?  Stór hluti hennar að minnsta kosti mun fara inn á Réttarholtsveg, sem að hluta til liggur fram hjá barnaskóla og er því hér um mikið öryggismál að ræða.  Sæi einhver fyrir sér að vesturbæingar t.d. myndu samþykkja að setja 30% umferðar Hringbrautar meðfram Melaskóla?  Aldrei.

En hvers vegna að loka þessari leið?  Af hverju ekki að setja umferð af Bústaðaveginum UNDIR Reykjajnesbrautina?  Kostnaðarsamt? Já.  En hvers virði er það okkur að koma mögulega í veg fyrir aukna slysatíðni barna?

Nú er ekki tími sparnaðar heldur, samfélagið hefur hreinlega afar gott af því að fara í nýjar framkvæmdir núna.


mbl.is Mótmæla fyrirhugaðri lokun harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband