Þetta verður fróðlegt að sjá

Við bíðum öll spennt eftir því að sjá hvort að þarna verði kallaðir til hlutlausir aðilar eða flokksgæðingar.

Í raun þyrfti að koma til önnur óháð nefnd einungis til þess að meta hæfi þeirra sem munum skipa rannsóknarnefndina. Það hljómar kannski of dramatískt, en hér er verið að fara að skoða stærsta mál sinnar tegundar undanfarin a.m.k. 100 ár á Íslandi. Hér verður að vanda til verks.

En hér verður líka að rannsaka hvort að ríkisstjórnin hafi með einfaldri undirskrift afsalað okkur sjálfstæði þjóðarinnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nú er að opnast umræða um það og skelfilegt ef satt reynist.


mbl.is Rannsóknarfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Einmitt

Ómar Ingi, 26.11.2008 kl. 19:21

2 identicon

Jamm, ég held að ef einkavinurinn Jón Steinar eigi að fara í þessa nefnd, þá gætu þeir alveg eins sparað sér ómakið.

Ég efast um að almenningur líði það, svo maður tali ekki um að trúverðugleiki nefndarinnar færi fjandans til.

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:30

3 Smámynd: Skaz

Trúverðugleiki þessarar nefndar er nógu slæmur fyrir þar sem að nú þegar er ljóst að líklega skipa Sjálfstæðismenn alla mennina!

Umboðsmaður Alþingis er fyrrum SUS maður. Hefur gagnrýnt Alþingi en væntanlega eru margir kunningjar hans meðal þeirra sem rannsakaðir verða.

Hæstiréttur er allur frá a-ö skipaður af sjöllum. Davíð Oddsson á þarna mjög marga vini og félaga. Er ekki einn þeirra meira að segja tengdasonur systur hans? Auk þess að allir dómarar þessir eru bláir um hendurnar. Annars væru þeir ekki þarna.

Forsætisnefnd Alþingis sér loks um skipun sérfræðings. Og í þeirri nefnd sitja 3 sjálfstæðismenn og tveir samfylkingarmenn og loks 2 úr stjórnarandstöðunni. Og tel það ljóst að hér muni samfó elta sjallana í einu og öllu.

Þannig að þetta verður blábók...hvítþvegin

Skaz, 27.11.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband