Hvað með að breyta kerfinu?

Ég er mjög fylgjandi störfum Slysavarnarfélagsins og björgunarsveitanna sömuleiðis, en af hverju má ekki breyta aðeins kerfinu?

Ég legg til eftirfarandi:

1. Fyrir öll almenn störf reki félögin sig áfram á ríkisframlögum og eigin söfnunum.
2. Að allir sjófarendur skuli kaupa björgunartryggingu frá sínu tryggingafélagi sem greiði síðan hæfileg björgunarlaun ef sjófarendur lenda í vanda og þurfa björgunar við.
3. Að meðfylgjandi útgáfu veiðileyfis á rjúpu þurfi jafnframt að staðfesta kaup á björgunartryggingu sbl. þessari í lið 2, en kostnaðurinn við hana sé aðlagaður að umfangi.

Mætti jafnvel leggja til að staðfesting á slíkri tryggingu ætti að fylgja líka sérleyfisskoðun jeppa eða að aðilar að öðrum kosti samþykki að taka á sig kostnaðinn við eigin björgun að fullu.

Þetta eru fyrir marga afar öfgafullar tillögur, ég geri mér grein fyrir því. Vill þó taka fram til þess að taka af vafa þar um, að ég er sjálfur með sérleyfisskoðaðan jeppa og á fjöllum yfirleitt nokkra daga vikunnar og tel sjálfan mig ekki undanskilinn þegar kemur að tillögum að slíkri tryggingu.


mbl.is Gæti þurft að leggja skipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NEI takk!! þessar hugmyndir hafa verið reyndar í Ameríku, og við viljum ekki amerískt samfélag!! þar sem allt gengur útá peninga.

Mér líst mun betur á það fyrirkomulag sem hérna hefur verið, sjálfboðaliðsstarf björgunarsveita er mikið betra fyrirkomulag, en ameríku sýstemið, þú mátt ekki hósta án þess að fá rukkun, eða málshöfðun í hausin.

Kv.

Bjössi (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Ómar Ingi

Má ekki bara leggja þetta niður.

Hver og einn spjarar sig sjálfur og tekur ábyrgð en stólar ekki á fólk sem kemur alltaf og bjargar.

Ómar Ingi, 23.11.2008 kl. 19:12

3 identicon

1. Þetta flokkast ekki undir breytingu, rekstrinum er háttað svona núna.

2. Til hvers að greiða tryggingarfélögunum björgunartryggingu þegar björgunin kostar ekkert?

3. Til hvers að greiða tryggingarfélögunum björgunartryggingu þegar björgunin kostar ekkert?

Það eru flest allir sem starfa í björgunarsveitum og innan Slysavarnarfélagsins sammála því að það eigi ekki að láta fólk greiða fyrir björgun. Fólki er frjálst að styrkja félögin eftir björgun en það er alls ekki krafa. Eins og slagorð neyðarlínunnar, "Hringdu jafnvel þó þú sért í vafa" þá vilja björgunarsveitir ekki að fólk forðist að sækja hjálp um ótta að það kosti peninga.

Ármann (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:51

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ármann:

1. Ég geri mér fulla grein fyrir því, þetta er haft óbreytt TIL ÞESS einmitt að koma í veg fyrir að fólk hringi ekki eftir hjálp í neyð.
2-3. Ertu ekki að grínast í mér??  Hvernig í ósköpunum reiknast þér til að þetta kosti ekkert???  Þó að ekki séu greidd mannalaunin kostar allt annað mikla peninga. "Hefðbundin" leit að rjúpnaskyttu getur t.d. hlaupið á tugum og hundruðum milljóna. Viðhald og rekstur tækja, prófanir, æfingaferðir, rekstur fasteigna o.s.frv. o.s.frv.

Þessi rök þín eiga alls ekki við svo lengi sem að 1. hluta er haldið eins og hann er.  Hefur ekkert með ameríku að gera að það hljóti að teljast eðlilegt að þeir sem reksturs síns vegna eða tómstunda koma sér í mun stærri áhættu hóp en aðrir, borgi fyrir það einhverskonar áhættu tryggingu.

Baldvin Jónsson, 23.11.2008 kl. 23:15

5 identicon

Nei, það er ekkert eðlilegt að fólk þurfi að kaupa tryggingu fyrir alla skapaða hluti, það er einmitt þannig sem það er haft í ameríku, og amerískt þjóðfélag viljum við ekki á Íslandi, það hefur ekki sýnt sig vera mjög gæfulegt. Fólk þar þorir ekki að leita læknis, það þorir ekki að hringja á sjúkrabíl, bara af því að það er ekki öruggt um að tryggingar þess dekki kostnaðinn, sem þá fellur á það sjálft að fullu. við kærum okkur ekki um svona kerfi hér!! Frjálshyggju brjálæðið hefur ekki sýnnt sig virka svo vel.

Það má segja að nokkurnvegin hver sem er hafi (hingað til a.m.k) haft efni á að t.d. ferðast um hálendið, ef nú koma til sérstakar tryggingar ertu strax búinn að auka kostnað við það.

Nú þá erum við líka strax búin að setja nokkurn hóp fólk í hættu, bara vegna þess að það þorir ekki að hringja eftir aðstoð því það er ekki öruggt um að það hafi tryggingar fyrir aðstoðini.

Að það eigi að leggja björgunarskipunum venga þess að ríkið vill ekki borga lágmarkskostnað við þá er hreinasta svívirða, og ætti engin að láta sér detta slíkt í hug.

Bjössi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:12

6 identicon

1. Hvað meinarðu? Björgunarsveitir safna sínu eigin fé í gegn um fjáraflanir ásamt því að fá einhvern smápening frá ríkinu/sveitarfélögunum og þær eru ávallt ánægðar með að hjálpa fólki. Hvernig færðu út úr því að fólk hiki þá við að hringja í neyð, þegar kostnaðurinn við að fá aðstoð er enginn? 2.-3. Sýndu mér reikning sem rjúpnaskytta hefur fengið eftir leit eða björgun. Afsakið að ég skuli hafa sagt að björgun "kosti ekki neitt," það sem ég átti við er að björgun er ávallt endurgjaldslaus fyrir skjólstæðinginn. Vilja björgunarsveitirnar halda því þannig svo að fólk hiki ekki við að hringja eftir hjálp, og safna þess vegna rekstarféi sjálfar í gegn um fjáraflanir. Hvað við þetta ertu ekki að skilja? Ertu að segja að EF fólk er látið borga fyrir að láta bjarga sér og þar af leiðandi látið borga tryggingar að þá hringi það frekar eftir aðstoð? Það er nú mesta vitleysa sem ég hef heyrt. Hvað ef fólk fer í fjallgöngu, einn fótbrýtur sig en hikar við að hringja í aðstoð vegna þess að hann óttast kostnað þar sem hann hefur ekki tryggingu, og þegar hann loks kemst undir læknishendur er maðurinn mikið verri en ef hann hefði fengið aðstoð? Endilega reyndu að svara með smá skynsemi en ekki einhverjum fáranlegum rökum.

Ármann (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband