Eru að bætast við fleiri kreppur?

Var ekki nóg að þurfa að takast á við skelfilegar afleiðingar fjármálakreppunnar þó að við þurfum ekki núna að takast á við stjórnmálakreppu í ofanálag?

Stjórnvöld eiga skilyrðislaust að lýsa því yfir að gengið verði til kosninga í vor. Miðað við fréttaflutning undanfarna daga og vikur eiga núverandi stjórnarflokkar alveg sömu möguleika og VG á miklu fylgi. VG hefur nefnilega nákvæmlega ekkert lagt til málanna undanfarið annað en þus og tuð. Eina ástæða fylgisaukningar þeirra er að margt fólk telur sig ekki samvisku sinnar vegna, getað viðurkennt stuðning við annan hvorn stjórnarflokkinn í dag meðan að ekki sér út úr þessum ólgusjó.

Mín spá er sú að hver sá flokkur, núverandi eða komandi, sem leggur fram raunhæfar tillögur að lausnum til uppbyggingar muni gjörsigra næstu kosningar. Stjórnarflokkarnir ættu því að nýta tímann fram að kosningum til þess að hætta að fela og breyða yfir, og fara heldur að róa að því fullum árum að skapa og leggja fram eitthvað til málanna sem þjóðin hefur trú á.

Leiðin er sem sagt þessi eins og fyrr hefur komið fram: Sjá að sér, biðjast fyrirgefningar, bæta fyrir.

Yfirbótin getur t.d. vel falist í því að leggja eitthvað til sem við uppbyggingu, bætir skaðann.


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband