Trúir því einhver orðið að stjórnarflokkarnir séu samstíga í einhverju???
17.11.2008 | 10:49
Áhugavert að lesa Vefþjóðvilja dagsins, en þar segir m.a.:
Það kom ekki á óvart að í gær hafi Samfylkingarfélögin byrjað að álykta um kosningar. Þetta er nákvæmlega eftir þeirri áætlun forystu Samfylkingarinnar sem næstum allir sjá í gegnum. Fyrst þurfti að bíða til að forysta Sjálfstæðisflokksins tæki með þeim ábyrgð á Icesave-skuldunum, sem Samfylkingin vill endilega ábyrgjast til að Brusselstjórnin verði ekki æst, og svo má fara að heimta kosningar af því að forysta Samfylkingarinnar telur að samstarfsflokki hennar myndi ganga illa í þeim.
Þetta eru svokölluð Samfylkingarheilindi, sem nær allir sáu fyrir áður en Sjálfstæðisflokkurinn var teymdur inn í stjórn með Samfylkingunni.
En hvernig ætli næsta skref áætlunar Samfylkingarinnar gengi. Að sækja kosningasigurinn sem hún heldur að bíði tilbúinn?
Samfylkingarforystan gleymir því, að núna eru skoðanakannanir teknar þegar Sjálfstæðisflokkurinn segir ekki orð. Ver sig ekki fyrir ásökunum, slær ekki skjaldborg um neinn forystumann sinn og segir ekki styggðaryrði um svokallaðan samstarfsflokk sinn og ekki um stjórnarandstöðuna heldur. En um leið og stjórnarsamstarf yrði rofið myndi það loks breytast. Þá yrði vandlega rætt um framgöngu Samfylkingarinnar síðustu misserin, yfirlýsingar ráðherranna mánuðum saman, hvernig ráðherrarnir grófu undan gjaldmiðlinum, hvernig þeir tóku útrásarmenn í heilagra manna tölu, hvernig Samfylkingarmenn hömuðust á þeim sem þeir sökuðu um að vilja koma böndum á útrásina og svo framvegis og framvegis. Það er ekki víst að sá kosningasigur sem Gallup býður nú, verði talinn upp úr kössum í raunverulegum kosningum. Eftir samstarfsslit gæti nefnilega farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi Samfylkingunni sömu vinsemd og hún telur sér leyfilegt að sýna fyrir samstarfsslit.
Ætli það sé ekki farið að styttast all verulega í kosningar? Við vonum það að sjálfsögðu ansi mörg.
Þá er bara að fara að snúa sér að næsta kvíðakasti: Hvað á þá eiginlega að kjósa??
Annað, rak augun í það að svo virðist sem að Davíð Oddsson hafi skrifað upp á það í byrjun mánaðarins, að hann ætti að segja sig frá öllum bankastörfum í ríkisstofnunum. Sjá frétt á Vísi hér.
DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.