Mínar hugleiðingar í takt við sorgarferlið

Já, fyrst var ég bara tómur og ekki alveg að ná því hvað væri að gerast. Svo kom reiðin sem að virðist svo gjarnan vera hluti sorgarferilsins. En nú er ég bara í sorg.

Sorg gagnvart þjóðinni minni sem að á svo erfitt framundan. Sorg gagnvart fosvarsmönnum þings og viðskiptalífs, sem að nú þurfa svo bráðnausynlega að líta inn á við, sjá að sér og bæta fyrir brot sín. Sorg gagnvart okkur öllum sem að stöndum hér gjammandi aðallega af því að við skiljum ekki neitt.

Ég er á því að ég get einfaldlega ekki gert upp sorgina mína nema að ég fái að skilja almennilega hvað er um að vera. Eru Bretar að fara fram á meiri skuldbindingar eða tryggingar heldur en okkur ber að standa við? Af hverju fáum við ekki skýra mynd af því? Er íslenska ríkisstjórnin búin að bjóða það að standa að fullu við þær skuldbindingar sem okkur ber, eða eru þeir bara búnir að leggja á borð einhverja óljósa vafninga eins og virðist gjarnan vera lenskan í íslenskri pólitík?

Mig langar til þess að hætta þessu þrasi og tuði. Mig langar til þess að gerendurnir biðjist bara afsökunar og að hinir geti þá hætt að safna í sökudólga brennuna. Mig langar til þess að fá skýrar réttar upplýsingar um hver staða mála raunverulega er.

Mig langar til þess að fara að horfa fram á veginn og einbeita mér að uppbyggingar starfinu sem framundan er.


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sæll, vinur, ef ég má kalla þig það.  Já það er sorglegt ástandið, en ég ætla leyfa mér að benda þér á nýjustu færsluna mína, og vona að hún hjálpi þér. 

kveðja.

Linda.

Linda, 6.11.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hér segir þú.

"

Mig langar til þess að hætta þessu þrasi og tuði. Mig langar til þess að gerendurnir biðjist bara afsökunar og að hinir geti þá hætt að safa í sökudólga brennuna. Mig langar til þess að fá skýrar réttar upplýsingar um hver staða mála raunverulega er.

Mig langar til þess að fara að horfa fram á veginn og einbeita mér að uppbyggingar starfinu sem framundan er."

En ertu þá ekki að segja að þeir sem eiga sök á því hvernig komið er sleppi við eðlilega refsingu.

Að þú sért tilbúinn til þess að axla ábyrgð á gjörning sem þú átt væntanlega enga sök á.

Að stóreignarmennirnir sem bera þessa ábyrgð haldi áfram að vera stóreignarmenn og borgi ekki sínar skuldir eins og ég og þú þurfum að gera?

Þetta er göfugt hjá þér en ekki réttlátt. Ég þarf að borga mínar skuldir og ætlast til þess að aðrir geri það líka þar með taldir útrásar"víkingarnir".

Pétur Kristinsson, 6.11.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Pétur, það er kominn tími til þess að horfast í augu við staðreyndir.

Hvort sem að íslendingar vissu af því eða ekki, að þá voru bankarnir starfandi þarna með okkar umboði í gegnum ríkisábyrgð. Það að við gerðum okkur ekki grein fyrir því er á ábyrgð ríkisstjónarinnar og fyrrverandi ríkisstjórnar þá væntanlega aðallega að mínu mati.

Þetta eru hins vegar staðreyndir málsins, við berum ábyrgð og þurfum að muna það við næstu kosningar. Þrátt fyrir að hafa ekki kosið núverandi stjórnarflokka eða nokkurn tímann Framsókn, þá ber ég ábyrgð eins og aðrir í "Lýðræðisríkinu" okkar, þar sem að meirihlutinn kaus þetta yfir okkur í síðustu kosningum.

Ég vil vera maður með meiru og taka á mig þá ábyrgð sem að mér ber. Ég sagði hins vegar ekkert um það að þeir sem bera sök eigi ekki að borga. Þvert á móti þá nefni ég það einmitt sérstaklega að þeir ættu að sjá að sér og bæta fyrir brot sín.

Baldvin Jónsson, 6.11.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég er ekki tilbúinn til þess að viðurkenna það að bankarnir hafi verið að starfa í okkar umboði. Þegar að bankarnir voru seldir einkaaðilum að þá var talað um að þeir væru orðnir óháðir ríkinu og öfugt. Ef að annað kemur í ljós núna vil ég að þeir sem földu þessar upplýsingar fyrir okkur beri ábyrgð.

Ég vil aftur taka það fram sem ég sagði hér að ofan að þeir sem komu okkur í þessar ógöngur skulu bera ábyrgð á gjörðum sínum alveg eins og aðrir skuldarar. Hvað við kusum yfir okkur í síðustu kosningum hefur ekkert með það að segja hvernig landsbankinn og kaupþing hafa hegðað sér og ég er ekki tilbúinn að bera ábyrgð á því sem einkareknir bankar hafa gert af sér, no way.

Pétur Kristinsson, 6.11.2008 kl. 17:25

5 identicon

Atburðir af því tagi sem nú tröllríða þjóðinni vekur hjá mér löngun til að taka upp sverð, bera höfuðið hátt og hreinsa til í öllum skúmaskotum, safna liði gegn erlendum árásum, allt á nútímavísu auðvitað. Auðvitað berum við ábyrgð, en við treystum stjórnvöldum, treystum Seðlabankanum, treystum bönkunum, treystum Fjármálaeftirlitinu og er það eitthvað skrýtið? Nei. En þegar svo er komið að þjóðin fær aðallega fréttir af gangi mála erlendis frá og engin afgerandi, sigurviss, bjarsýn rödd, full sjálfstrausts heyrist frá stjórnvöldum, þá eykur það bara á óvissu og reiði. Á ég að skammast mín fyrir að vera Íslendingur? Það lá við að ég gerði það. En eitt er þjóðerni, annað eru fjármálaerfiðleikar. Það er sitt hvað. Svo ég er Íslendingur sem ber höfuðið hátt og ætla ekki að skammast mín neitt. Allt sem hefur gerst síðasta mánuðinn verður einungis til að ég fylgist betur með hvað er að gerast í samfélaginu. Og láta í mér heyra ef mér finnst fjölmiðlafólk bregðast.

Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband