Er tortryggni gagnvart öllum þessa dagana, ráðherrum, skortsölum, jakkafötum?

Sá á netinu enn eina ágæta útskýringu á því hvað skortsala er, læt það flakka hérna. Vona að Kapítalistanum sé sama, finnst þetta bara afar upplýsandi hjá honum. Menn geta síðan haft sínar eigin hugmyndir um aðgerðina.

Fengið af bloggsíðu: http://capitalist.blog.is/blog/capitalist/

Skortsala (e. Short selling)

Fjárfestir leigir verðbréf frá einhverjum eiganda sem vill halda í bréfin sín en hafa af þeim tekjur. Segjum að leigan sé til 3 mánaða. Fjárfestirinn sem leigir selur bréfin strax á markaði. Eftir 3 mánuði kaupir hann aftur sambærileg bréf og afhendir þau leigjanda ásamt leigugjaldi.

Fjárfestirinn veðjar þannig á að verðbréfið sé ódýrara eftir 3 mánuði. því þá kaupir hann það til baka á lægri upphæð en hann seldi það á við upphaf leigutímans. Ef það gerist ekki og bréfin hækka í verði eða verð helst óbreytt,þá tapar fjárfestirinn því hann þarf að borga hærra verð eða sama verð fyrir bréfin og einnig leigugjaldið.

Sá sem leigir getur verið langtímafjárfestir sem vill ekki losa bréfin. T.d. stórir fagfjárfestar eins og lífeyrissjóðir. Þeir fá með þessu leigutekjur ofan á venjulegar tekjur af bréfunum svo sem arðgreiðslur.

Taka skal fram að vegna eðli skortsölu þá er hún einungis möguleg með fullkomlega skiptanlegum eignum. Svo sem gjaldeyri, hlutabréf og skuldabréf. Þar sem eitt bréf eða eining er alveg fullkomlega sambærileg við önnur bréf eða einingu. Skortsala er því ekki möguleg á fasteignum, bifreiðum eða öðru slíku sem ekki er umskiptanlegt.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 4.11.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nú er þetta ekki mitt Gísli minn, heldur frá honum capitalist.blog.is

Eftir því sem að mér hefur skilist er hann vel lærður Hagfræðingur og hefur efalaust þá þekkingu sem að þarf til þess að koma skilaboðunum til skila.

En það er nú í epli manna að vita alltaf betur er það ekki?

Það er a.m.k. almennt svoleiðis hjá mér.

Baldvin Jónsson, 8.11.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband