Mér fannst bara algerlega nauðsynlegt að halda þessu til haga hér

enski_stadan_27.10.2008

Var annars ótrúlega merkilegt fyrir mig að horfa á þennan leik. Þrátt fyrir að geta ekki talist hlutlaus að þá einfaldlega yfirspilaði Liverpool Chelsea þrátt fyrir að vera með boltann aðeins þriðjung tímans. Merkilegt nokk. Voru mun meira ógnandi og mun líklegri til að setja hann aftur. Chelskie voru meira svona að æfa sendingar og hlaup, þó að að sjálfsögðu hafi verið ógn af þeim allan tímann.

Ég er alveg gríðarlega ánægður með að allt bull um sölu á Xabi sé úr sögunni, skildi aldrei hvaða þvæla það var. Einfaldlega næst besti miðjumaður liðsins.

Carragher var síðan að sjálfsögðu allt í öllu í vörninni, þó að Hyppia hafi reyndar átt sjarmerandi innkomu í blálokin og náði þar á innan við 10 mínútum að hreinsa frá 5 sinnum með góðum sköllum. Carragher átti algerlega solid leik, og ef tölfræðin er skoðuðu hefur hann án vafa átt þriðjung allra blokkeringa og aðgerða sem fram fór í teig Liverpool.

Góður dagur, loksins loksins tók einhver Chelskie í bólinu á brúnni.


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Við bara einfaldlega Gjörsigruðum þá.

Ómar Ingi, 27.10.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Óskar

Þetta er frábært. Stórkostlegt. Minnir mig á svipaðan pistil frá þér fyrir ári síðan. Þá óskaði ég þér líka til hamingju. Þið eruð frábærir hérar :D

Óskar, 28.10.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fylgist spennt með gengi Hull...  þeir keppa við Chelsea í kvöld. Ég ætla að horfa.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Ólafur Sveinsson

Flott staða!!

Ólafur Sveinsson, 29.10.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband