Afar gott dæmi um klúður vegna misskilnings í Alþjóðlegum samskiptum

Ástralir eru líkari Íslendingum, geta verið að gagnrýna og breyta svona pappírum og/eða samningum fram á allra síðustu stundu. Japanir hinsvegar eru alls ekki líkir okkur að því leytinu. Þeir þurfa umþóttunartíma, þeir þurfa að mynda samband við þann sem verið er að semja við og þegar að um semst eru það í raun svik að ætla að breyta einhverju á síðustu stundu. Það er bara einfaldlega það sama og að segja: "Nei nei, bara grín, við berum ENGA virðingu fyrir ykkur og erum bara að þessu til að leika okkur að ykkur."

Datt í hug að setja hérna inn nokkur myndskeið af misskilningi í samskiptum milli landa. Það síðasta er mitt uppáhald, getur enginn slegið við Fawlty Towers og Þýski strandgæslumaðurinn að sjálfsögðu snillingur.

En þetta hérna er hins vegar í raun hægt að nota sem kennslumyndband um mistök í samskiptum milli t.d. Ástralíu og Japan. Ástralar eru meira vestrænir, afslappaðir í samskiptum og ekki mikið að spá í samskiptareglur. Japaninn hins vegar er vanur miklum flóknum reglum í samskiptum. Í fyrsta lagi er maður að sjálfsögðu aldrei seinn á fund, og gestgjafinn í þessu tilfelli hefði í raun átt að mæta mun fyrr til að vera alveg viss. Það eru ákveðnar reglur við það að rétta nafnspjaldið sitt líka. Japanir líta á nafnspjaldið sem framlengingu á sinni eigin persónu og viðtakandinn á að taka við því með báðum höndum og skoða það af virðingu áður en að það er sett til hliðar. Svona mætti lengi halda áfram, en njóttu þess frekar bara að horfa á myndskeiðið.

 


mbl.is Samkomulag náist ekki um hvalveiðiyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bretar og Ástralir eru frægir fyrir þetta. Ef sagan er skoðuð og þá sérstaklega nútíma saga í Afríku. Þá sést vel hvernig Bretar með aðstoð meðal annars Ástrala gengu stöðugt á bak orða sinna koma ávalt á síðustu stundu með einhver auka ákvæði.

Fannar frá Rifi, 14.10.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.10.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er stórkostleg blanda hjá þér.

Halda Rússar ekki viðskiptanefndum í prísund og segja "njet" þangað til viðmælandinn gefst upp og lætur undan? Það er að segja ef ekki tekst að hella þær blindfullar og láta þær skrifa undir.

Eitthvað rámar mig í slíkar sögur frá því að við áttum hvað mest viðskipti við þá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband