Það er ekkert frelsi til nema einstaklingurinn sé skuldlaus....

Ergo - við íslendingar verðum þrælar einhvers stórs lánveitanda næstu árin vegna ríkisábyrgðar á starfsemi bankanna okkar á erlendri grundu. Lagaákvæði sem að einmitt á rætur að rekja til EES samningsins okkar, lagaákvæði sem að er mjög í anda þess sem því fylgir að vera hluti af en ekki sjálfstæð þjóð.

Það sem að við þurfum því að gera upp við okkur núna er hvort að við teljum til langrar framtíðar þjóðinni betur borgið sem "deild" í stórveldi (lesist ESB) eða sem Eiginn herra í litlu búi. Sannleikurinn er sá að ég er ekki viss persónulega. Það hljómar skelfilega að vera ekki sjálfstæður, en hvað er að vera sjálfstæður? Það er a.m.k. án vafa ekki það að vera skuldugur upp fyrir haus næstu áratugina vegna annarra manna Matador leikja. En ég, ásamt flestum íslendingum tók þó því miður fullan þátt í þessu. Ný húsnæðislán, bílasukk o.s.frv. Lífstíllinn um stund var skrúfaður upp fyrir tekjumörk ef svo má varfærnislega að orði komast.

Rakst annars á þetta brot um peningastefnuna í heiminum á bloggsíðu MHG á Eyjunni. Margt áhugavert sem að kemur þarna fram, sýndu því endilega þolinmæði þó að þetta byrji aðeins of mikið eins og X-Files fyrir minn smekk.

 

 


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já þú edrú í skrilljon ár og menn bara fullir og vitlausir og spreða peningunum okkar slæmt , spurning um að taka upp flengingar og hengingar fyrir glæpónana.

Ómar Ingi, 13.10.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Að mínu viti er það arfavitlaus hugmynd að sækja um inngöngu í ESB einsog ástandið er orðið. Held að við ættum frekar að huga að því að byggja landið uppá nýtt með nýjum gildum á sem flestum sviðum.

Ég er heldur ekki að sjá að pólitíkusar mun hafa einhvern tíma til þess að vera að vasast í þessu ESB bulli á næstu mánuðum og árum.

Eins er ég sammála þeim mönnum sem hafa verið að viðra þá hugmynd að stokka upp kvótakerfið. Það var orðið ein allsherjar veðsetningarmaskína.

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 13.10.2008 kl. 20:30

3 identicon

Við höfum ekki verið sjálfstæð eða frjáls. Við höfum verið bundin átthagafjötrum vegna húsnæðiskaupa með verðtryggðum lánum. Við höfum þurft að vinna meira en vestrænar þjóðir. Við erum vinnulúin, með vanrækt börn. Þess vegna þurftum við að kaupa svona mikið. Til að fylla upp í tómið.

Ég vil að við förum í Evrópusambandið, þá er komin raunveruleg bankasamkeppni og við sitjum við sama borð og siðmenntaðar þjóðir varðandi húsnæði og fjölskylduvænan vinnutíma. Við erum eins og Bandaríkin: þar er vinnumenning á lágu plani en í Evrópu er meira lifað, minna unnið. Sela-ví.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég kýs frekar línudans milli austurs og vesturs + stíft aðhald, dugnað og hugvit heima fyrir en  kúgunarlán frá IMF og/eða inngöngu í ESB.

Ef við velja síðari kostinn glutrum endanlega við niður sjálfsákvörðunarrétti okkar sem ríkis og þar með fullveldi okkar og sjálfstæði. Sem þeir sem um stjórnvölinn halda hafa sofnað á verðinum við að verja.

Ég hef iðulega tautað í barm mér "ég er ekki Íslendingur" þegar bruðlið, stressið og vitleysan hefur gengið fram af mér.

Nú vona ég að ég geti farið að láta af slíku tauti bráðum, þegar það verður orðið hipp og kúl að vera fátækur á Íslandi. Þá fellur maður loks í kramið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband