Plottið er sem sagt væntanlega þetta....

Láta Glitni rúlla og bera svo fyrir sig forsendu bresti varðandi kauptilboð ríkisins í 75%

Losna þar með undan því að neyða almenning til að taka á sig skuldapakka Glitnis upp á hundruði eða þúsundir milljarða.

Davíð lék illilega af sér þegar að hann gerði tilboð í Glitni í stað þess að lána þeim bara, en þetta næstum siðalausa ráð gæti hins vegar bjargað okkur frá því að vera skuldaþrælar fyrir hönd Glitnis gengisins í næstu 50 árin.


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Davíð hefur bara haft rétt við, mæli með því að þú horfir á Kastljós sem að var sýnt í kvöld. Ef þú ert ekki sannfærður eftir það þá vantar eitthvað í toppstykkið.

Ólafur N. Sigurðsson, 8.10.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hefði verið lang ódýrast að leyfa þeim að velta.  Það hefði ekkert verið hægt að kenna Dabba um það.  Glitnir sagðist eiga eignir.  Ef þær voru svo frábærar hefði verið hægt að láta þær ganga upp í skuld.  Sem hefði kostað þá tiltrú, og leitt til þess að veð hefðu gengið til lánadrottna þar til einungis 5% voru eftir.  (Glitnir var víst 95% skuldsettur).

Innistæður voru alltaf tryggðar upp að 3 millum.  Ef allir á Íslandi hefðu átt 3 millur hefði það kostað 90 milljarða.  Svo er hinsvegar ekki.

Og svona hlutir eiga að fara í gegnum þingið, finnst mér.  Til þess er það jú.  Allt annað kallar á álpappahattskenningar.

Davíð startaði þessu.  Hann á heiðurinn af risi og falli fjármálarisanna.  Hann hefði átt að vanda löggjöfina betur.  Ótrúlegt alveg.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Ómar Ingi

Davíð er völdugri en Guð að mati ansi margra Íslendinga.

Ómar Ingi, 8.10.2008 kl. 06:25

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ólafur N.: Mæli með því að þú farir í frekari rökþjálfun. Rök um að það vanti eitthvað í toppstykkið á prenti skapa þér ekki mikinn trúverðugleika. Ég er einn þeirra sem að leit lengstum upp til Davíðs og finnst hann vera einn mesti stjórnmála leiðtogi sem að þjóðin hefur alið. Það breytir því ekki að það er nokkuð síðan að hann hefði átt að hætta afskiptum af stjórnun, hvort sem er ríkisstjórnun eða núna að virðist Seðlabanka stjórnun. ALLIR stjórnendur sem að hefðu tekið afdrifaríka alvarlega ákvörðun þvert á vilja eigenda fyrirtækis og starfsmanna hefðu verið látnir taka pokann sinn (Íraksstríðið).  ALLIR stjórnendur sem að tækju afdrífaríka alvarlega ákvörðun um að taka frekar yfir aðila á markaði og gangast þannig í ábyrgð sem EIGANDI fyrir öllum skuldum aðilans, sem að jafnframt eru meira en 10 sinnum hærri en ársvelta eigin reksturs, hefðu verið látnir taka pokann sinn.

Það að Davíð hafi verið stórkostlegur leiðtogi þýðir ekki að það sé ekki kominn tími á hann. Hann er einfaldlega orðinn of mistækur og þar með hættulegur "rekstrinum" okkar.

Baldvin Jónsson, 8.10.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband