Hvað þýðir það?

Mér finnst þetta nokkuð merkilegt, hvernig er hægt að festa gengið með valdboði?  Fer ekki gengi á alþjóðamarkaði bara eftir framboði og eftirspurn?

Sé á fréttum að þetta hefur verið gert, en hvernig er það hægt?

En yfir í annað, rakst á tengil á þessa mynd á blogginu hjá Agli Helgasyni. Nokkuð góð mynd af kross eignatengslum í Íslenska viðskiptalífinu.  Myndina má einnig finna hérna: http://www.e24.se/branscher/artikel_269229.e24?service=graphic

Eignatengsl


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Enda eru mörg gengi í gangi.  Eitt ríkis en hin ráðast af því hversu fast lánastofnanirnar halda í gjaldeyrinn.  Vitaskuld fær enginn að nota ríkisgengið.

Sigurður Ásbjörnsson, 7.10.2008 kl. 17:11

2 identicon

Þetta er nákvæmlega það sama og ég sagði þegar ég heyrði þetta. Auðvitað getur Seðlabankinn ekkert ákveðið hvað gengið er. Þeir eru að niðurgreiða erlenda gjaldmiðla og ef bankarnir myndu ekki setja limit á það hvað hver einstaklingur má kaupa af gjaldeyri þá gætu menn nýtt sér niðurgreiðsluna með því að kaupa hér gjaldeyri og skipta honum í krónur erlendis á hinu raunverulega gengi krónunnar.

Jói (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Ómar Ingi

Fékkstu þessa mynd frá RLR yfir glæpamennina ?

Ómar Ingi, 7.10.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það er alveg ótrúlegt, miðað við alla þá fjármálasnillinga sem við eigum á þessu litla skeri, að við skulum virkilega vera í þessari aðstöðu sem við erum í. Það er að segja; með fjármálakerfið okkar í "never ending story" rússibana.

Gísli Hjálmar , 7.10.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband