Hefði Davíð brugðist eins við ef Jón Ásgeir hefði ekki verið einn stærsti eigandinn?

Þetta er spurning sem að mér finnst í raun merkilegt að hafi ekki verið varpað hreinskilningslega fram í umræðunni í dag. Það er af ýmsum búið að ýja að því, en af hverju til dæmis spurði Simmi ekki bara Geir hreint út um það í Kastljósinu?

Hvað finnst þér? Heldurðu að Davíð/Seðlabankinn hefði kosið þessa leið ef Jón Ásgeir væri ekki einn af stærstu eigendum?


mbl.is Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hmmm var einmitt að velta þessu fyrir mér.

Júlíus Garðar Júlíusson, 30.9.2008 kl. 00:10

2 identicon

Það hefði hann örugglega ekki gert. Mun eðlilegra hefði verið að veita bankanum lán, en það var ekki hægt að sleppa svona tækifæri. Svo kemur Geir gólftuska og hendir fram einhverjum þvættingi eins og venjulega.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta mál er mun stærra en margur heldur og búið að hafa langan aðdraganda, enda er það að koma smátt og smátt upp á yfirborðið að þarna er hugsanlega verið að fremja stærsta bankarán íslandssögunnar! Ekki er að sjá að Seðlabankinn hafi beint verið að sinna þjónustuhlutverki sínu og það er hreinlega að "lána" til íslensku bankanna!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 04:13

4 Smámynd: Óskar

Þetta er bara svona...Don't mess with Dabba Kóng

Óskar, 30.9.2008 kl. 08:42

5 Smámynd: Ómar Ingi

Dabbi Rules , en munið Glitnir var á hausnum og munduð þið vera með peningana ykkar hjá þeim ef þeir hefðu fengið neyðarlán , ekki láta Jón Á og fjölmiðla hræra í hausnum á ykkur.

En ekki hefur Dabba leiðst að taka þetta yfir

Jón Ásgeir á bara að fá sér Prozack núna

Ómar Ingi, 30.9.2008 kl. 08:50

6 identicon

Alveg hreint gífurlega sniðugt hjá Seðlabankanum, aka. D.O., að gera eignir aðalfjárkólfa landsins að engu... þetta mun verða kostnaðarsöm ákvörðun fyrir landsmenn, þrátt fyrir því að ríkið virðist vera að græða á því núna.   Það er, og hefur alltaf verið, Davíðs von og vísa að gera nákvæmlega það sem honum sýnist.. nú fáum við sko fjölmiðlafrumvarpið borgað...!

Lena (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:51

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Glitnir var ekki á hausnum Ómar, ekki enn þ.e.a.s. Lausafjárþurðin hefði bæði þurft að standa lengi og eins hefði þurft að koma til ótti almennings sem að hefði þá mögulega rokið til og tekið út peningana sína. Það er það sem líklegast hefði getað sett bankann á kúpuna.

En að skoða ekki hinn kostinn, sem að er einmitt eitt af skilgreindum hlutverkum Seðlabankans, þ.e. að AÐSTOÐA og STYÐJA við bankana, já það er mér enn ráðgáta.

Því lengra sem líður frá þessu, því sannfærðari verð ég um að þetta var bara einfaldlega bankarán.

Baldvin Jónsson, 30.9.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband