Væri áhugavert að sjá viðbrögð einkavæðinga sinna hér heima við þessum fréttum

Bandaríska ríkið er að standa í þessum inngripum nú væntanlega, vegna þess að þeim reiknast til að það yrði of mikill skaði fyrir samfélagið í heild ef þessi félög sem gripið hefur verið inn í færu í þrot.

Það sem að ég velti fyrir mér í þessu samhengi er krafan þeirra um meirihluta eign í félögunum á eftir. Ef að íslensku bankarnir hefðu þurft þessa aðstoð sem menn óttuðust um síðustu áramót, og gæti jafnvel enn komið að skilst mér með Landsbankann a.m.k., yrði þá ekki allt vitlaust hjá frjálshyggjumönnunum ef ríkið neitaði aðstoðinni nema gegn því að leysa aftur til sín bankann?

Mér finnst þetta persónulega gott skref hjá Bandaríska ríkinu. Þarna eru þeir bæði að tryggja (eða því sem næst, verður seint gulltryggt) fjárframlag þjóðarinnar til rekstursins með eignarhlut á sama tíma og þeir eru að verja þjóðina við fjárhagslega áfallinu sem myndi fylgja við hrun svo stórra aðila á markaði. Eins væri líka hreinlega fáránlegt að leggja til fé en skipta ekki út yfir stjórn þessara félaga, stjórnum sem búnar eru með afar slæmum fjárfestingum að nánast slátra gullkálfunum sínum.

Eftir því sem að mér skilst er Landsbankinn hlutfallslega einn skuldugasti banki í Evrópu. Hver veit, ef það er satt, er mögulega þörf á inngripi frá íslenska ríkinu fyrr en varir.

--------------------------------------

Smá viðbót hérna.

Datt í hug eftir að hafa lesið færsluna hans Eyþórs Arnalds og athugasemdirnar þar hvernig þetta lítur út í samræmi við íslenska hagkerfið og 500 milljarðana sem að íslenska ríkið fékk vilyrði fyrir að taka að láni.

Hvernig ætli viðbrögðin yrðu í USA ef að ríkisstjórnin þar myndi samþykkja að veita sem nemur u.þ.b. 5.567,5 milljarði dala að láni til "hressingar" við fjármálageirann?  Það yrði einfaldlega aldrei samþykkt.

Kannski sýnir þetta litla dæmi okkur líka svart á hvítu hversu stórir/þandir bankarnir okkar eru orðnir miðað við okkar litla hagkerfi.


mbl.is Mestu viðskiptainngrip sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef rétt er sem þú segir að Landsbankinn sé einn skuldugasti banki Evrópu (og ég er ekki að rengja þig, veitt ekki neitt um það) þá er rétt að benda á að Skuldatryggingarálagið hefur alveg síðan það komst í umræðuna verið langlægst hjá þeim sem sýnir hverslags rugl það er eitt og sér.

Það sama má segja um þessa fjármálamarkaði. Þeir byggja ekki á raunveruleika eða öðrum traustum grunni, þetta er allt tilfinning og tálsýnir, orðrómur o.s.fv. sem menn meta á örskotsstundu og gera viðskipti byggð á því. Svoleiðis módel getur aldrei endað nema illa.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tek skýrt fram að þessi gróusaga um Landsbankann er ekki mín, heldur eitthvað sem að "þeir" segja.  Ekki eitthvað sem að ég get staðfastlega haldið fram.

Nefndi þetta aðeins sem dæmi til að sýna okkur hversu nálægt okkur svona dæmi geta verið.

Baldvin Jónsson, 17.9.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband