Loksins kostur sem er ekki að öllu leyti slæmur...

Mér satt best að segja fannst bara nokkuð gaman að því að sjá í fréttunum í gærkvöldi umfjöllun um virkjanakost sem að mínu mati kemur vel til greina.  

Þessar hugmyndir með Bjallavirkjun eru fyrstu tillögur sem að ég hef séð í langan tíma sem að mér finnast hreinlega fýsilegur kostur. Þarna er verið að tala um umrót á svæði sem nú þegar er meira eða minna virkjað og umhverfis áhrifin því hverfandi í samanburði við ansi marga aðra kosti.

Verður bara að tryggja að Landmannalauga svæðið og Fjallabökin verði ekki fyrir hnjaski.

Lónið sem að þessu myndi fylgja er reyndar komið afar nálægt Langasjó og við vitum öll að Langisjór og Skaftá hefur löngum heillað Landsvirkjun sem góður kostur. En það er svæði sem er þvílík náttúruperla að það verður að verja með öllum ráðum. Við vitum nú af reynslunni að austan, þar sem Lögurinn breyttist í drullupoll verði mönnum víti til varnaðar.

LögurinnÞað var ekki á fólki á Héraði að heyra í viðtölum í fréttum fyrir nokkrum dögum að nokkur maður þar væri sáttur við breytingarnar sem orðið hafa á Leginum eftir að Jöklu var veitt þangað niður.

Lögurinn er nú risa stór drullupollur engum til sóma.

Þessar hugmyndir með Bjallavirkjun eru fyrstu tillögur sem að ég hef séð í langan tíma sem að mér finnast hreinlega fýsilegur kostur. Þarna er verið að tala um umrót á svæði sem nú þegar er meira eða minna virkjað og umhverfis áhrifin því hverfandi í samanburði við ansi marga aðra kosti.

Verður bara að tryggja að Landmannalauga svæðið og Fjallabökin verði ekki fyrir hnjaski.


mbl.is Landsvirkjun vill Bjallavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Af hverju ekki að virkja? Er ekki núverandi orka nýtt að fullu?

Er ekki um að gera að halda áfram framþróun þó að það sé ekki endilega allt í ál?  Þó sýnist mér víst að þessi hluti fari í ál, það er jú búið að semja heyrist mér bæði um Helguvík og Bakka.

Baldvin Jónsson, 5.9.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nei, ég er alls ekki talsmaður þess að breyta Íslandi í eina stóra álverksmiðju. Þarft ekki að taka þér nema kannski 5 mínútur í að renna yfir eldri færslur á síðunni minni til að sjá það.

En ég er heldur ekki einn þeirra sem er á móti virkjunum yfir höfuð. Tilvísun mín í Helguvík og Bakka hér að ofan miðar aðeins við þann sannleika sem fyrir liggur. Stjórnvöld virðast ætla í þessar framkvæmdir hvað svo sem að okkur finnst um málið.

Ég er ekki á móti virkjun vegna þess að þvert á þín orð að þá er ekki búið að virkja nóg. Það er jú búið að virkja nóg fyrir núverandi notkun, en ef einhver aukning á að verða, sem vaxandi samfélag þarfnast, að þá þurfum við jú að taka á því ábyrgð að halda áfram en leggja ekki bara árar í bát.

Baldvin Jónsson, 5.9.2008 kl. 15:36

3 identicon

Læra af reynslunni?! Það átti nú ekki að koma neinum á óvart að liturinn á Leginum myndi breytast við það að veita gruggugustu jökulá landsins út í hann. Það var búið að rannsaka einmitt þetta atriði í þaula og vísindamenn sendu frá sér langar skýrslur um breytingar á Leginum.

Ramses (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 17:05

4 Smámynd: Ómar Ingi

Allt er vænt sem ekki er grænt nema malkbik málað grænt

Ómar Ingi, 5.9.2008 kl. 18:45

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tenzing, alltaf gaman að rökræða við nafnleysu á vefnum. Við erum greinilega ekki sammála um alla hluti, t.d. það að það að koma fram undir nafni geri mann trúverðugri.

Ég segi og er umhverfissinni. En hvað þýðir það fyrir mér?

Það þýðir að ég vill umgangast fólk OG náttúru af virðingu fyrir hvoru tveggja. Ég vil nýta fólk OG náttúru af virðingu fyrir hvoru tveggja. Ég vil sjálfbærar framkvæmdir hjá fólki OG í náttúrunni. Ég vil ekki standa í vegi fyrir framþróun með því að framkvæma ekki meira á Íslandi í verndar skyni. Ég vil standa í vegi fyrir framkvæmdum sem eru augljóslega ekki sjálfbærar og þar af leiðandi ekki kynslóðum framtíðarinnar til góðs. Ég vil að við umgöngumst okkur OG náttúruna í dag þannig að börnin okkar geti enn notið þess sama á morgun.

Ég er hins vegar ekki maður sem vill vernda allt til að allt verði nákvæmlega eins og það er núna. Á hvaða forsendum telurðu það gerlegt? Og af hverju reynirðu ekki frekar að hafa trú á samfélaginu og jafnvel leggja eitthvað til málanna annað en kvart og kvein? Hver segir að það sé BARA ál sem nýtir orku hér á komandi árum?

Ég vil stóraukna orku í gróðurhúsaiðnaðinn. Ég vil stóraukna orku í sjálfbæran iðnað af ýmsum toga. Eina leiðin til þess er að annað hvort virkja aðeins meira eða að loka eins og einu álveri. Hvort telur þú líklegra að verði ofan á?

Baldvin Jónsson, 5.9.2008 kl. 21:40

6 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég er nytjasinni með umhverfisverndar ívafi. Ég vill öllum vel og reyni eftir fremsta megni að haga mér skynsamlega. Ég styð sjálfbæra þróun í víðum skilningi - en ég er enginn öfgasinni. Ég vel að ganga vel um móður náttúru og þess vegna áskil ég mér rétt til að gera kröfur um hið sama hjá öðrum. Það er einfaldlega komon sens!

Ef við Íslendingar þurfum að virkja þá virkjum við. En með því er ég ekki að segja að mér sé sama hvar virkjað er. Það er svo langt í frá. 

... það er einfaldlega svo vandmeðfarin meðalvegurinn í þessum virkjunar málum að ég hef ákveðið að halda mig til hlés í þeirri umræðu - allavega að mestu leiti - og treysta mínu pólitíska innsæi að ráða för. Það innsæi byggi ég á þeim flokki sem ég ákvað fyrir mörgum árum að fylgja að málum.

Amen ...

Gísli Hjálmar , 6.9.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

En þarna erum við sammála Tenzing.

Ég var algerlega mótfallinn Kárahnjúkavirkjun og mótmælti henni harðlega.

Kárahnjúkavirkjun er fullkomið dæmi um óraðsíu framkvæmda sem eru á ábyrgð stjórnmálamanna sem eru aðeins að hugsa um að gera eitthvað til að tryggja sér atkvæði.

Enginn þeirra vildi gangast við því fyrir, að verkefnið væri ekki hagkvæmt. Við höfðum um það upplýsingar að lónið myndi væntanlega fylla sig á 40 árum. Þeir sögðu að tæki lágmark 100 ár. Það var ekki fyrr en allt var yfirstaðið að það kom viðtal við Sveinbjörn frv. Rektor HÍ í Mbl. (en hann vann fyrir Landsvirkjun sem ráðgjafi í verkefninu) þar sem að hann sagði að þó að lónið fyllti sig á 40 árum væri það allt í lagi, af því að virkjunin væri hvort eð er afskrifuð á 40 árum. Á leikmanna máli þýðir þetta að virkjunin mun aldrei skila arði af því að það er ekki fyrr en eftir afskriftir, eftir að búið er að greiða virkjunina upp, að hún fer að skila raun tekjum.

Kárahnjúkavirkjun er "frábært" dæmi ósjálfbæra framkvæmd, til ógagns fyrir okkur og náttúruna til framtíðar.

Baldvin Jónsson, 7.9.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband