Finnst okkur svona ótrúlegt að til sé Kani sem skilur kaldhæðni?

Sé á viðbrögðum bloggara hérna að menn trúa því jafnvel upp á Mikka (Michael Moore) að hann sé illa innrættur.

Ég tel það afar einfalt af okkur ef að við kjósum að skilja þetta á einhvern annan máta en sem grín. Mikki er grínar og hefur gaman af því að vekja fólk til umhugsunar um málefnin með óþægindum.

Að henda okkur út fyrir þægindasviðið virkar einmitt svo afar vel.

Mikki missti því miður mikinn trúverðugleika í Bandaríkjunum eftir Fahrenheit 911 (Sjá líka hér), þar sem að hann tók ekki tillit til fjölskyldna þeirra sem voru að berjast í Írak. Spurningin hins vegar á kannski rétt á sér varðandi það hvort að eigi að taka tillit? Eðlilega óttast fólk um ástvini í stríði, en ætti fólk ekki vera að eyða kröftum sínum í að ná þeim heim aftur?  Með eða án olíunnar.  Hér að neðan sýnishorn úr myndinni af You Tube vefnum:

 

 


mbl.is Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Æ Þoli hann illa , þrátt fyrir að þetta comment hans pirri mig ekkert.

En ég er sko ekki fylgjandi Reppunum og er meira Demo en mér finnst Michael Moore bara svona týpiskur Gyðingur sem vill græða peninga á annara manna óförum.

Enda hefur hann slæmt orð á sér kallinn ,en það má hafa gaman af honum stundum .

Ómar Ingi, 31.8.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Lestu samt endilega Stupid White Men.  Mikki var á þeim tíma sá eini sem þorði að sýna fram á öll tengslin og fjárhagslegan ávinningin sem að ákveðnir aðilar fengu út úr stríðinu.  Nógu mikill ávinningur til þess að þessir sömu aðilar og þeirra valdablokkir hikuðu ekki við að steypa USA í 3 trilljón dollara skuld við t.d. Kína og Indland.

Baldvin Jónsson, 31.8.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Moore er hinn mesti snillingur og áður en ég sá þetta comment hans þá hugsaði ég það sama.  Feginn að fá ekki þessa andskotans ónytjunga í heimsókn hingað til Minnesota.

Róbert Björnsson, 31.8.2008 kl. 16:58

4 identicon

illa innrættur andskoti, og enginn Gyðingur...Ómar hvað þykist þú vita um gyðinga annars ?

Nonni (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband