Skipulögð mótmæli vegna fasteignaverðs á Íslandi

Samkvæmt heimildum er búið að skipuleggja mótmæla göngu og stöðu seinni partinn í dag vegna allt of hás fasteignaverðs á Íslandi.

Planið er að leggja saman af stað frá Hlemmi með kröfuspjöld og gjallarhorn og ganga fyrst áleiðis að skrifstofum Félags fasteignasala og hafa þar mótmæla stöðu um stund og fylkja svo liði áfram að höfuðstöðvum RE/MAX Ísland en þeir ku víst hafa orðið svo mikil ítök á markaði að þeir hafi haft afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs á síðustu misserum.

Allir þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að klæðast þeim vettlingi og mæta í ham niður að Hlemmi klukkan 17 í dag.  Mælt er með hlýjum fatnaði þar sem oft vill kólna með kvöldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Gott hjá þér Baddi minn. Á ég ekki að koma í grímubúningi í tilefni 1. apríl.

Kveðja Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 1.4.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.4.2008 kl. 18:51

3 Smámynd: Óskar

Mætti gallvaskur með skilti á lofti og heimtaði ærlega tekjulækkun. Aldrei að vita nema manni verði að ósk sinni :)

Óskar, 1.4.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Ómar Ingi

Sko Kallinn

Ómar Ingi, 1.4.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Vernharð Þorleifsson

Ég var í strætó á leiðinni heim úr vinnunni þegar ég sá fylkinguna með þig í fararbroddi og ég verð að viðurkenna að mín fyrstu viðbrögð þegar heim var komið var að lækka allar eignir á söluskránni hjá mér um 10%, sem er auðvitað snilldar markaðssetning því núna þurfa kaupendur einungis að fjármagna 10% ef þeir fá 80% lán frá lánastofnun, seinustu 10% er ég búinn að slá af.

Vernharð Þorleifsson, 1.4.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

ROFL  Venni, hver þarf stærðfræðinga þegar að við getum treyst á þína snilld við útreikningana.

(En fær fólk einhversstaðar 80% lán í dag öðruvísi en gegn handveði í peningum?)

Baldvin Jónsson, 2.4.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband