Horfði á Kastljósið í kvöld, aumingja Vilhjálmur kom skelfilega út þarna....

Vilhjálmur kemur skelfilega út úr þessum þætti.  Var fát á honum allan tímann og afskaplega ósannfærandi í öllu fasi.  Kemur fyrir eins og drukknandi maður að leita að síðasta hálmstráinu.

Bjarni hins vegar yfirvegaður.  Horfði ekki mikið til Vilhjálms og hafa menn viljað túlka það þannig að hann væri með sektarkennd gagnvart Villa.  Að mínu mati var eina ástæða þess að hann horfði ekki mikið til Vilhjálms sú, að honum bauð við pólitísku bullinu og lyginni sem að Villi jós yfir borðið.  Bjarni sat þarna hinn rólegasti og fór yfir það sem hafði gerst, var með skráð niður minnisatriði og undirrituð plögg af öllum málsaðilum, þ.á.m. af Vilhjálmi.

Er ekki mál að linni?  Þurfum við ekki öll bara að sætta okkur við það núna að sundurleitur hópur D fólks í borginni klúðraði þessu og Vilhjálmur, því miður, spilar afar stórt hlutverk í því klúðri sjálfur.  Vilhjálmur var líklega ekki, eftir allt saman, svikinn af B mönnum.

Hann fékk rýtinginn frá bræðrum sínum og systrum í D hópi.


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Heyr, heyr, nákvæmlega það sem mér hefur fundist að blasi við!

Egill Rúnar Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Haha  ...nákvæmlega það sem ég hugsaði - hann er dauðfeginn að vera í viðskiptum en ekki pólitík.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 16.10.2007 kl. 02:02

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sitt sýnist hverjum

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.10.2007 kl. 09:11

4 Smámynd: Óskar

Ég horfði á þetta, en ég fann enganvegin til með Villa og jafnvel þótt hann hafi endurtekið í sífellu að hann hefði enga ástæðu til að vera ekki hreinskilinn þá reyndi hann að tala í kringum allar óþægilegar spurningar ( sem sagt allar spurningar)

Óskar, 16.10.2007 kl. 14:47

5 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Villi hefði reyndar ekki átt að gera sjálfum sér að koma þarna. Hann er búinn að vera hvort sem er.

Einar Ben Þorsteinsson, 17.10.2007 kl. 00:00

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sammála þér Einar með það, en held að Villi hafi séð þetta sem nauðsyn til að líta betur út t.d. gagnvart forystu Sjálfstæðisflokksins.  Sú hugmynd mistókst gjörsamlega.

Baldvin Jónsson, 17.10.2007 kl. 00:21

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Algerlega sammála þér Baldvin og fleirum hér, það var hinsvegar ekki annað hægt en að vorkenna Vilhjálmi aulaháttinn. Ömurlegur endir á pólitískum ferli sem hefur verið tiltölulega hagfelldur, fyrir hann og flokkinn. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.10.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband